Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Magnaður útisigur Akureyrar á FH - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Þrándur Gíslason var sterkur í leiknum í dag

27. mars 2014 - Akureyri handboltafélag skrifar

Magnaður útisigur Akureyrar á FH

Leikir Akureyrar og FH hafa verið magnaðir undanfarin ár og á því varð engin breyting í kvöld. Það var mikið undir hjá báðum liðum, FH í baráttu um að komast í úrslitakeppnina og Akureyri að reyna að komast úr 7. sætinu, umspilssætinu.

Jafnræði var með liðunum í upphafi, FH-ingar þó á undan að skora og náðu tveggja marka forystu 5-3 og 6-4. Þá tók við frábær kafli hjá Akureyrarliðinu sem skoraði átta mörk gegn einu marki FH-inga og staðan orðin 7-12. Sigþór Árni Heimisson fór hamförum í sóknarleiknum ásamt því að vörn og markvarsla var til fyrirmyndar.

FH náði þó að koma til baka, hemja Sigþór og minnkuðu muninn þannig að í hálfleik munaði aðeins tveim mörkum á liðunum, 12-14.
Eins og áður segir var Sigþór í miklum ham markahæstur með 6 mörk, Bjarni með 3, Valþór 2, Gunnar Þórsson, Hreinn Hauksson og Þrándur Gíslason með 1 mark hver. Jovan Kukobat stóð fyrir sínu með 9 varin skot og flest ekki af auðveldara taginu.


Valþór Guðrúnarson átti flottan leik í dag. Mynd: Mbl.is/Golli

Akureyrarliðið hóf seinni hálfleikinn af krafti og jók forskotið í fjögur mörk, 13-17, 14-18 og 15-19. FH-ingar voru ekki af baki dottnir og jöfnuðu í 19-19 og gott betur en það þeir komust yfir, náðu tveggja marka forystu 21-19 þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka.

Útlitið farið að dökkna en með frábærri baráttu náði liðið að jafna leikinn í 23-23 með glæsilegu sirkusmarki þeirra Andra Snæs og Kristjáns Orra þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Þessar lokamínútur voru æsispennandi en það voru Akureyringar sem reyndust sterkari og unnu þær með fimm mörkum gegn þremur þannig að niðurstaðan varð flottur útisigur, 26-28.

Það var frábær varnarleikur sem lagði grunninn að sigrinum og óhætt að hrósa liðinu í heild fyrir frábæra baráttu. Erfitt að taka einhvern einn leikmann út, eins og áður segir var Sigþór Heimisson frábær, sérstaklega í fyrri hálfleik, Bjarni Fritzson átti flottan leik en við ætlum að útnefna Þránd Gíslason mann leiksins fyrir frábæra baráttu á báðum endum vallarins.

Mörk Akureyrar: Sigþór Heimisson 7, Bjarni Fritzson 7 (2 úr vítum), Valþór Guðrúnarson 5, Þrándur Gíslason 5, Kristján Orri Jóhannsson 2, Gunnar Þórsson og Hreinn Hauksson 1 mark hvor.
Jovan Kukobat varði 16 skot en Tomas Olavson reyndi við eitt vítakast.

Mörk FH: Ragnar Jóhannsson 8, Ásbjörn Friðriksson 5 (öll úr vítum), Magnús Óli Magnússon 4, Ísak Rafnsson 3, Valdimar Fannar Þórsson 3, Einar Rafn Eiðsson 2 og Benedikt Reynir Kristinsson 1.
Ágúst Elí Björgvinsson varði 7 skot og Sigurður Örn Arnarsson 1 skot.

Eftir þessa umferð er Akureyri aðeins einu stigi á eftir ÍR og tveimur á eftir FH þannig að þessar tvær umferðir sem eftir eru verða afar athyglisverðar. Akureyri á eftir útileik gegn Haukum og heimaleik gegn HK. ÍR á eftir útileik gegn Fram og heimaleik gegn FH. FH á eftir heimaleik gegn HK og síðan útileikinn gegn ÍR.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson