Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Til hamingju Þrándur og Sissi16. apríl 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarÞrándur og Sigþór í úrvalsliði 21. umferðarinnar Í dag birtir Morgunblaðið úrvalslið 21. umferðar Olís-deildar karla sem var leikin á mánudaginn. Akureyrarliðið á tvo fulltrúa í liðinu að þessu sinni, Þránd Gíslason línumann og Sigþór Árni Heimisson er valinn í stöðu vinstra hornamanns. Sigþóri er ýmislegt til lista lagt, var reyndar hornamaður hér á árum áður með yngri flokkum en hefur spilað fyrir utan með Akureyrarliðinu eins og kunnugt er. Úrvalsliðið er þannig skipað að áliti Morgunblaðsmanna (tölurnar innan sviga segja til um hve oft viðkomandi hefur verið valinn í lið umferðarinnar.Vinstri hornamaður: Sigþór Árni Heimisson, Akureyri (2) Vinstri skytta: Guðmundur Hólmar Helgason, Val (5) Leikstjórnandi: Árni Steinn Steinþórsson, Haukum (4) Hægri skytta: Ragnar Jóhannsson, FH (2)Línumaður: Þrándur Gíslasson, Akureyri (3) Hægri hornamaður: Thodór Sigurbjörnsson, ÍBV (5) Markvörður: Grétar Guðjónsson, Haukum Varnarmaður: Matthías Árni Ingimarsson, Haukum Jafnframt útnefndi Morgunblaðið Ragnar Jóhannsson leikmann umferðarinnar. Við óskum Þrándi og Sigþóri svo og öllum þessum leikmönnum til hamingju með viðurkenninguna. Þá gerir Morgunblaðið upp ýmsa fróðlega tölfræði deildarinnar, Jovan Kukobat varði flest skot allra markvarða 285 í allt og Bjarni Fritzson er í öðru sæti yfir markahæstu menn deildarinnar með 131 mark.
Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook