Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Það eru sterk tengsl á milli Akureyrar og Hamranna17. september 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarNóg að gera hjá okkar mönnum næstu dagana Handboltavertíðin hefst með miklum látum þessa dagana og má segja að handboltamenn á Akureyri verði heldur betur á faraldsfæti. Meistaraflokkur Akureyrar hefur leik á fimmtudaginn þegar liðið heldur í Kópavoginn og mætir þar HK í Digranesinu klukkan 19:30. Á sunnudaginn halda strákarnir aftur suður, að þessu sinni í Schenkerhöllina í Hafnarfirði þar sem þeir mæta Haukum, sá leikur hefst klukkan 15:00. 2. flokkur Akureyrar sækir HK heim á laugardaginn klukkan 17:00 en sá leikur verður leikinn í íþróttahúsinu Kórinn í Kópavogi. Hamrarnir hefja leik í 1. deildinni um helgina og þeir verða líka á útivelli, spila tvo leiki á Selfossi. Á föstudaginn klukkan 20:00 leika þeir við heimamenn en á laugardaginn klukkan 14:00 mæta þeir nýju liði Sunnlendinga sem hefur fengið nafnið Mílan . Upphaflega vildu þeir að liðið fengi nafnið Sunnlenska en það mun ekki hafa fengið samþykki hjá ÍSÍ. Elías Már Halldórsson og Ingimundur Ingimundarson, leikmenn Akureyrar, eru þjálfarar 2. flokks Akureyrar og Hamranna þannig að það er óhætt að segja að það séu annasamir fjórir dagar framundan hjá þeim.Dagskráin er þannig: Fimmtudagur 18. sept. kl. 19:30 HK – Akureyri (Olís-deild karla) í Digranesi Föstudagur 19. sept. kl. 20:00 Selfoss – Hamrarnir (1. deild karla) á Selfossi Laugardagur 20. sept. kl. 14:00 Mílan – Hamrarnir (1. deild karla) á Selfossi Laugardagur 20. sept. kl. 17:00 HK – Akureyri (2. flokkur karla) í Kórnum Sunnudagur 21. sept. kl. 15:00 Haukar – Akureyri (Olís-deild karla) í Schenkerhöllinni Fyrsti heimaleikur meistaraflokks verður svo fimmtudaginn 25. september þegar Stjarnan mætir í Íþróttahöllina. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook