Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Magnaður sigur á Aftureldingu í kvöld - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Tomas og Halldór Logi voru heldur betur í stuði í kvöld



6. nóvember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifar

Magnaður sigur á Aftureldingu í kvöld

Það var spenna í lofti þegar topplið Olís-deildarinnar mætti í Íþróttahöllina í kvöld bæði til að sjá spútnik lið Aftureldingar en líklega ekki síður til að fylgjast með endurkomu Atla Hilmarssonar sem þjálfara Akureyrar og jafnframt endurkomu Heimis Arnar Árnasonar í leikmannahópinn.


Atli Hilmarsson og Sævar Árnason mættir til leiks

Það var líka þétt setið í stúkunni og strax í leikmannakynningunni ljóst að áhorfendur voru vel með á nótunum. Akureyrarliðið byrjaði af krafti, Elías Már Halldórsson gaf tóninn með fyrstu tveim mörkum leiksins og Tomas Olason lokaði markinu.

Heimir Örn hóf leikinn bæði í sókn og vörn og greinilegt að nærvera hans á vellinum hafði góð áhrif á leik liðsins sem var mun yfirvegaðri og öruggari en stundum áður. Akureyri náði mest fjögurra marka forystu, 8-4 í fyrri hálfleiknum en Afturelding klóraði í bakkann og minnkaði muninn í tvö mörk og sá munur var einmitt í hálfleik, 11-9.
Bæði liðin léku öflugan varnarleik, þó var Akureyrarvörnin öflugri og Tomas Olason frábær í markinu þar á bak við. Greinilegt var að bæði lið léku yfirvegaðan sóknarleik og urðu sóknirnar býsna langar.

Leikurinn varð allur hraðari í seinni hálfleiknum en barist af hörku í vörninni. Strax á þriðju mínútu sauð uppúr þegar Pétur Júníusson, leikmaður Atureldingar braut illa á Elíasi Má sem sparkaði í kjölfarið til Péturs. Elías fékk fyrir vikið að líta rauða spjaldið en Pétur slapp með tvær mínútur. Nokkru seinna varð mikill hasar í vítateig Akureyrar þar sem Ingimundur og Örn Ingi Bjarkason áttust við, vildu menn meina að Örn Ingi hefði verðskuldað kælingu eftir þau viðskipti en dómarar leiksons kusu að aðhafast ekkert.
Akureyringar voru ekki par sáttir með framgöngu dómaranna nokkru síðar þegar Andri Snær lá óvígur í vítateig Aftureldingar en leikurinn var látinn halda áfram, ekki einu sinni stöðvaður þegar Afturelding fékk aukakast, heldur fengu þeir að framkvæma aukakastið og skora gegn fáliðaðri vörn heimamanna. Loks eftir markið stöðuðu dómararnir leikinn.

Vörn Akureyrar var áfram feykilega öflug og skilaði mörgum hraðaupphlaupum sem gáfu mörk þannig að forysta Akureyrar var orðin fimm mörk, 19-14 þegar þrettán mínútur voru til leiksloka.


Ingimundur vinnur boltann og leggur grunninn að hraðaupphlaupi

Aftureldingarmenn gáfust þó ekki upp og minnkuðu muninn í tvö mörk en komust ekki lengra. Gestirnir gripu til ýmissa ráða, t.d. að leika með aukamann í sókninni en Akureyri hafði svör við öllum þeirra tilraunum. Forskotið varð aftur fimm mörk 27-22 en Afturelding átti lokamark leiksins sem lauk með fjögurra marka sigri, 27-23.

Þetta var klárlega langbesti leikur Akureyrarliðsins á tímabilinu, vörnin small heldur betur saman og greinilegt að Tomas fann sig vel þar á bak við og varði marga gríðarlega mikilvæga bolta.

Sóknin var einnig í fínu lagi og sérstaklega gaman að sjá hvað komu mörg mörk af línunni og úr hornunum. Halldór Logi Árnason fór hamförum á línunni, með sjö mörk auk þess sem hann átti stórleik í vörninni. Andri Snær og Kristján Orri skiluðu mörgum mörkum úr hornunum þó svo að Kristján tæki reyndar stöðu hægri skyttunnar þegar Elías Már þurfti að yfirgefa völlinn.


Halldór Logi Árnason fagnar einu af sjö mörkum sínum í leiknum


Tomas Olason hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa breitt í leikslok

En þetta var frábær sigur liðsheildarinnar og sannarlega góð byrjun hjá Atla og vonandi fáum við að sjá sömu stemmingu innan sem utan vallar í næstu leikjum.

Mörk Akureyrar: Halldór Logi Árnason 7, Kristján Orri Jóhannsson 6 (1 úr víti), Andri Snær Stefánsson 5, Sigþór Árni Heimisson 4, Elías Már Halldórsson 2, Bergvin Þór Gíslason, Daníel Örn Einarsson og Heimir Örn Árnason 1 mark hver.
Í markinu varði Tomas Olason 17 skot og þar af 1 vítakast.

Mörk Aftureldingar: Jóhann Jóhannsson 6 (1 úr víti), Jóhann Gunnar Einarsson 5, Elvar Ásgeirsson 3, Gestur Ingvarsson 3, Pétur Júníusson 2, Örn Ingi Bjarkason 2, Böðvar Páll Ásgeirsson 1 mark og Gunnar Þórsson Malmquist 1 mark úr víti.
Í markinu varði Davíð Svansson 15 skot.

Það var ekki auðvelt að velja mann leiksins hjá Akureyrarliðinu, Tomas Olason fékk körfuna en við viljum tilnefna bæði Tomas og Halldór Loga Árnason sem leikmenn Akureyrarliðsins að þessu sinni.
Hjá Aftureldingu varð Jóhann Jóhannsson fyrir valinu.

Framundan eru tveir heimaleikir hjá Akureyri, fimmtudaginn 13. nóvember kemur HK og mánudaginn 17. nóvember koma Haukar í heimsókn – það er full ástæða til að taka þá daga frá og upplifa sama fjörið og var í kvöld.


Það var svo sannarlega gaman í Íþróttahöllinni í kvöld

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson