Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Friðrik og Jónatan vonandi komnir í gang16. nóvember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarJónatan og Friðrik með sigur í norska boltanum Lið Kristiansund sem Jónatan Magnússon þjálfar í norsku B deildinni fagnaði í dag langþráðum sigri í deildinni. Eftir sjö töp í röð náði liðið sínum fyrsta sigri sem var á útivelli gegn Haugaland sem var í miðsæti deildarinnar. Lokatölur urðu 29-31 eftir að Kristiansund hafði leitt í hálfleik með sex mörkum 12-18. Friðrik Svavarsson skoraði tvö mörk í leiknum auk þess að ná sér í gult spjald og eina brottvísun. Íslendingarnir í liði Kristiansund voru atkvæðamiklir, þannig skoraði Guðmundur Guðmundsson 11 mörk og Halldór Guðjónsson 6 mörk. Með þessum sigri fór Kristiansund í 10. sæti deildarinnar en næsti leikur þeirra er heimaleikur gegn Sandnes sem er í 8. sæti. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook