Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Akureyri og Stjarnan gerðu jafntefli í spennuleik - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Elías Már átti glimrandi leik



23. nóvember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri og Stjarnan gerðu jafntefli í spennuleik

Akureyri mætti í Garðabæinn og mætti þar Stjörnunni í leik í 12. umferð Olís deildarinnar. Lið Akureyrar mætti þunnskipað til leiks en mikil meiðsli hafa herjað á hópinn að undanförnu. Ekki nóg með að nokkrir leikmenn gátu ekki tekið þátt í leiknum þá voru margir tæpir en spiluðu þrátt fyrir það.

Stjörnumenn byrjuðu leikinn betur og náðu fljótt fjögurra marka forskoti í stöðunni 7-3. Sóknarleikur Akureyrar var bitlaus og á sama tíma gekk flest upp hjá heimamönnum sem gengu á lagið. Atli Hilmarsson tók þá leikhlé og sóknarleikurinn fór að ganga betur. Akureyri náði að jafna í stöðunni 11-11 en heimamenn skoruðu á lokasekúndunum og fóru inn í hálfleikinn með eins marks forystu.

Bergvin Gíslason meiddist á upphafsmínútum leiksins og munaði virkilega um að missa hann enda var hópurinn þunnskipaður fyrir. Síðari hálfleikurinn byrjaði svipað og sá fyrri, Stjarnan hélt forskotinu á meðan okkar menn eltu. Hinsvegar breyttist leikurinn þegar Akureyri skoraði fjögur mörk í röð og breytti stöðunni úr 17-15 yfir í 17-19. Akureyri hélt næstu mínútur forystunni og komst meðal annars í 19-22 þegar átta og hálf mínúta var eftir.

Sóknin fór hinsvegar að hiksta og menn gerðu mikið af klaufamistökum sem Stjörnumenn nýttu sér og náðu á endanum að jafna metin í 23-23 þegar ein og hálf mínúta var eftir. Spennan var í algleymingi en Elías Már hélt ró sinni, lyfti sér upp og hamraði boltann í netið þegar hálf mínúta var eftir. Stjörnumenn hinsvegar brunuðu í sókn og jöfnuðu strax. Akureyri náði ekki að skora úr síðustu sókn sinni þar sem leikmenn Stjörnunnar brutu illa af sér til að koma í veg fyrir að Akureyri gæti skorað. Þegar leiktíminn kláraðist átti Akureyri aukakast fyrir framan þriggja manna varnarvegg þar sem Stjörnumenn höfðu fengið rautt spjald sem og 2 brottvísanir. Ekkert kom upp úr aukakastinu og jafntefli staðreynd.

Sóknarleikur Akureyrar í leiknum var kannski eðlilega mjög misleitur. Það mæddi mikið á sömu mönnunum og þegar þurfti að breyta þá voru menn komnir í aðrar stöður en þeir spila venjulega. Kristján Orri spilaði töluvert í skyttunni, Elías Már fór í leikstjórnandann og á tímum var hann kominn yfir vinstra megin. Þó er furðulegasta uppstillingin klárlega sú að línumaðurinn okkar Þrándur Roth var kominn á miðjuna!

Varnarleikurinn og markvarsla var heilt yfir mjög fín. Tomas varði allt í allt 20 skot en þó var erfitt að horfa upp á það hvað skyttur Stjörnunnar fengu alltof oft að leika lausum hala fyrir framan vörnina en Egill Magnússon skytta Stjörnunnar endaði einmitt með 9 mörk og hefði getað skorað fleiri mörk.

Ég verð að minnast á stórleik Elíasar Más en hann fór fyrir sóknarleik Akureyrar í leiknum og stóð sig virkilega vel. Hann bæði skoraði mikilvæg mörk og var að opna vel fyrir Kristján Orra í horninu sem og að finna línuna. Vonandi nær Elías að halda þessu áfram enda er hann virkilega góður leikmaður sem klárlega getur sýnt okkur meira en honum hefur tekist hingað til í vetur.


Elías Már átti magnaðan leik gegn Stjörnunni

Mjög jákvætt að fá eitthvað úr leiknum miðað við stöðuna á mannskapnum hjá liðinu en þó grautfúlt miðað við stöðuna sem Akureyri var komið í undir lok leiks að ná ekki að hala inn báðum stigunum.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson