 Til hamingu Heiddi og Tomas

| | 24. nóvember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarTomas og Heiðar Þór í úrvalsliði 12. umferðarVefurinn fimmeinn.is hefur tekið saman úrvalslið 12. umferðar Olís-deildar karla. Akureyri handboltafélag á tvo fulltrúa í liðinu að þessu sinni en það eru Tomas Olason markvörður og Heiðar Þór Aðalsteinsson í vinstra horninu. Akureyri er eina liðið sem á tvo fulltrúa önnur sæti skiptast á milli fimm liða, en úrvalsliðið er þannig skipað:
Markmaður: Tomas Olason, Akureyri Vinstra horn: Heiðar Þór Aðalsteinsson, Akureyri Vinstri skytta: Egill Magnússon, Stjarnan Miðja: Atli Már Báruson, Valur Lína: Jón Heiðar Gunnarsson, ÍR Hægra horn: Þröstur Þráinsson, Haukum Hægri skytta: Jóhann Gunnar Einarsson, Aftureldingu
Við óskum Tomasi og Heidda til hamingju svo og öllum ofangreindum leikmönnum. Heiðar Þór í leik gegn Stjörnunni fyrr í haust
 Tomas varði líka eins og bersekur gegn Stjörnunni fyrr í haust
|