 Það verður mikið undir í Eyjum
| | 5. desember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifarAkureyri mætir til Vestmannaeyja á laugardaginn Það er óhætt að segja að það sé mikilvægur leikur sem bíður Akureyrar liðsins á morgun, laugardag þegar liðið heldur til Vestmannaeyja. Liðin mættust í gríðarlegum baráttuleik hér í Höllinni fyrr í haust þar sem lukkan varð á bandi Vestmannaeyinga sem fóru með eins marks sigur, 32-33 eftir mikla spennu.
Leikurinn hefst klukkan 15:00 á laugardaginn, trúlega verðum við að treysta á textalýsingar visir.is og mbl.is frá leiknum, ekki er vitað til að beinar sjónvarpsútsendingar verði frá leiknum. |