Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Akureyri fer í Hafnarfjörðinn og mætir FH á fimmtudaginn - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

FH ingar eru yfirleitt erfiðir heim að sækja

16. desember 2014 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri fer í Hafnarfjörðinn og mætir FH á fimmtudaginn

Nú er aðeins ein umferð eftir af Olís-deild karla fyrir áramót og verður hún leikin á fimmtudaginn. Akureyri heldur í Kaplakrikann og mætir þar FH-ingum. Líkt og í öllum leikjum eru dýrmæt stig í boði sem bæði liðin hafa augastað á.

Í síðustu umferð vann Akureyri góðan sigur á Fram og FH sótti nokkuð torsóttan sigur gegn HK í Kópavoginum. FH leikur undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og í liðinu eru góðkunningjar okkar, Ásbjörn Friðriksson og Daníel Matthíasson sem báðir hafa komið við sögu með Akureyrarliðinu.


Halldór fór mikinn á hliðarlínunni þegar liðin mættust síðast

Eftir 15 umferðir er FH með 18 stig en Akureyri með 15 stig þannig að ekki er langt á milli þeirra. Ef við rýnum í helstu markaskorara FH liðsins þá eru þar fimm leikmenn sem skera sig nokkuð úr: Ragnar Jóhannsson 69 mörk, Ásbjörn Friðriksson 66 mörk, Magnús Óli Magnússon 59 mörk, Benedikt Reynir Kristinsson 51 mark og Ísak Rafnsson með 50 mörk.

Eins og áður segir unnu FH-ingar HK í síðasta leik en þar á undan höfðu þeir tapað naumlega á heimavelli fyrir Aftureldingu 23-24 og fyrir ÍR á útivelli 29-27 og gert jafntefli við Hauka 22-22. Uppskeran sem sé þrjú stig úr síðustu fjórum leikjum sem er raunar nákvæmlega sama uppskera og hjá Akureyrarliðinu þannig að bæði liðin vilja klárlega krækja í stigin til að laga stigahlutfallið.

Í leiknum gegn HK voru Daníel Matthíasson, Andri Berg Haraldsson og Magnús Óli Magnússon allir með 5 mörk, Ragnar Jóhannsson hafði frekar hægt um sig með 2 mörk en Ásbjörn Friðriksson spilaði ekki leikinn.


Daníel Matthíasson stóð í ströngu í síðasta leik liðanna

Akureyri og FH mættust hér í Íþróttahöllinni sextánda október þar stefndi í jafnan og spennandi leik í upphafi. Um miðjan fyrri hálfleikinn fór hinsvegar allt í baklás hjá heimamönnum og FH náði ufirburðastöðu og vann að lokum sjö marka sigur 20-27 við lítinn fögnuð stuðningsmanna. Nú fá leikmenn kjörið tækifæri til að kvitta fyrir þann leik.

Eins og kunnugt er þá verður þetta væntanlega síðasti leikurinn sem Elías Már Halldórsson leikur með liðinu og ekki ósennilegt að hann vilji kveðja með stæl líkt og hann gerði gegn Fram á fimmtudaginn. Í Fram leiknum fór Heiðar Þór Aðalsteinsson meiddur af velli en við vitum ekki hversu alvarleg meiðsli hans eru en Atli Hilmarsson fær það vandasama verkefni að stilla upp liðinu í þessum lokaleik fyrir landsleikjahléið.

Strákarnir sýndu glimrandi tilþrif í seinni hálfleiknum á móti Fram og ef þeir halda sömu baráttu og stemmingu á fimmtudaginn getum við lofað hörkuskemmtun í Krikanum. Að sjálfsögðu hvetjum við alla stuðningsmenn á höfuðborgarsvæðinu til að fjölmenna á leikinn sem hefst klukkan 18:30 á fimmtudaginn.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson