Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Arnþór Finnsson leikmaður 2. flokks6. febrúar 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar2. flokkur: Sigur og tap um síðustu helgi Það er róleg helgi núna hjá strákunum í 2. flokki hjá Akureyri en þeir fóru suður um síðustu helgi þar sem þeir áttu tvo leiki fyrir höndum. Á föstudagskvöldinu var útileikur gegn HK í Digranesinu þar sem Akureyri fór með þriggja marka sigur, 32-35 eftir að hafa leitt í hálfleik 14-16. Laugardagsleikurinn var svo gegn Stjörnunni sem líkt og Akureyri var ósigrað fyrir leikinn. Akureyrarliðið hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik og tveggja marka forskot eftir hann, 16-18. Stjarnan náði síðan tökum á leiknum í seinni hálfleik og hafði að lokum þriggja marka sigur, 33-30. Næsti leikur Akureyrarliðsins er settur á laugardaginn 14. febrúar en það er heimaleikur gegn HK og verður í Íþróttahöllinni klukkan 12:30. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook