Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Svekkjandi tap í Mosó með óbragð í munni - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Spilamennska Ingimundar var gríðarlega jákvæð

15. febrúar 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Svekkjandi tap í Mosó með óbragð í munni

Akureyri mætti öðru sinni í Mosfellsbæinn á stuttum tíma í dag þegar Afturelding og Akureyri mættust í 19. umferð Olís Deildar karla. Að þessu sinni var Akureyri að leika mun betri handbolta og hefði átt að fá eitthvað útúr leiknum en furðuleg dómgæsla á lokamínútunum sá hreinlega til þess að Akureyri tapaði leiknum með minnsta mun.

Leikurinn var jafn til að byrja með en Akureyri leiddi og spilaði vel. Þegar 18 mínútur voru búnar af fyrri hálfleik var staðan 4-9 fyrir Akureyri og spilamennskan ein sú besta hjá liðinu í langan tíma. Afturelding náði hinsvegar að minnka muninn í þrjú mörk en stuttu fyrir hálfleik var staðan 9-12 fyrir Akureyri sem gaf eftir og heimamenn jöfnuðu í 12-12 sem var staðan í hálfleik.

Tomas Olason var virkilega öflugur í markinu í fyrri hálfleik og varði 12 skot þar á meðal 1 vítakast. Hinsvegar slökknaði aðeins á Tomasi í síðari hálfleik en hann hélt þó áfram að taka mikilvæga bolta og endaði með 17 varin skot. Hreiðar kom í markið þegar lítið var eftir og varði 2 skot.

Síðari hálfleikur var virkilega spennandi og liðin skiptust á að leiða í upphafi. Akureyri náði svo fjórum mörkum í röð og sneri leiknum sér í vil. Afturelding náði hinsvegar að jafna og lokamínúturnar voru spennuþrungnar.

Sóknarleikur Akureyrar í dag var erfiður eins og hann hefur verið undanfarið en þó var hann mun beittari en áður. Menn voru að ná að opna fyrir Heiðar Þór og Kristján Orra í hornunum og Halldór Logi var sterkur á línunni. Þá má ekki gleyma nokkrum bombum fyrir utan hjá Ingimundi og Nicklas Selvig. Selvig hefur verið að koma vel inn í liðið hjá Akureyri en þrátt fyrir nokkra glataða bolta þá má drengurinn eiga það að hann er að reyna og er stöðug ógn af honum.


Ingimundur var magnaður í leiknum í dag. Mynd: ​Eggert Jó­hann­es­son mbl.is

Síðustu fimm mínútur leiksins þá fóru dómarar leiksins, þeir Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, gjörsamlega að dæma með heimamönnum. Fyrstu 55 mínútur leiksins var í raun ekki hægt að setja út á dómgæsluna en það var furðulegt að horfa upp á hvað gerðist á lokamínútunum.

Afturelding fékk tvö ansi ódýr vítaköst sem skiluðu þeim mörkum. Þegar ein og hálf mínúta er eftir er Akureyri í sókn og brotið á Ingimundi sem reynir að senda boltann til Sigþórs sem fær slaka sendingu (vegna brots) í fótinn. Boltinn er dæmdur af Akureyri vegna fótsins og Afturelding fer í sókn. Sverre var ekki sáttur og talaði við dómara leiksins (veit að sjálfsögðu ekki hvað fór þar á milli) sem endaði með því að Sverre fékk tveggja mínútna brottvísun.

Hreiðar Levý ver í markinu og Akureyri náði að því er virtist boltanum en mjög óvænt var Aftureldingu dæmt aukakast. Úr þeirri sókn kom svo mark hjá þeim í horninu sem reyndist sigurmark leiksins.

Ég tjái mig ekki oft um dómgæslu eða kenni dómurum um niðurstöðu leikja en í dag er ekki hægt að líta framhjá því að það hallaði verulega á Akureyri þegar mest á reyndi. Bæði leikmenn og þjálfari liðsins hafa bent á þetta eftir leik og vona ég að dómarar leiksins yfirfari lokamínúturnar og reyni að læra af þessum afdrifaríku ákvörðunum sínum.

En eftir þetta tap er Akureyri að dragast afturúr í baráttunni í deildinni. Það eru hinsvegar ennþá 8 leikir eftir í deildinni og því nóg af stigum enn í boði. Spilamennska liðsins var mjög ánægjuleg og hefði skilað stigi eða stigum undir flestum kringumstæðum.

Þá var sérstaklega jákvætt að sjá Ingimund Ingimundarson í dag en hann var hrikalega öflugur fyrir liðið. Það er orðið langt síðan maður sá Ingimund jafn kröftugan sóknarlega séð og minnti á margt þegar hann fór fyrir sókn ÍR-liðsins fyrir nokkrum árum.

Mörk Akureyrar: Heiðar Þór Aðalsteinsson 5 (1 úr víti), Ingimundur Ingimundarson 5, Nicklas Selvic 5, Halldór Logi Árnason 4, Kristján Orri Jóhannsson 4, Þrándur Gíslason 2 og Sigþór Árni Heimisson 1 mark.
Í markinu varði Tomas Olason 17 skot, þar af 1 vítakast og Hreiðar Levy Guðmundsson varði 2 skot.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson