Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Hreiðar og Andri voru bestu menn Akureyrar í leiknum25. febrúar 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarMyndband frá fyrsta sjónvarpsleik Akureyrar Akureyri Handboltafélag hefur ekki oft fengið að spila í beinni útsendingu í sjónvarpinu en fyrsti sjónvarpsleikur félagsins var gegn Fylki þann 10. febrúar 2007. Eftir hörkuleik þá gáfu okkar menn eftir þegar liðið var á síðari hálfleikinn og Fylkismenn fóru með sigur af hólmi 29-23. Við erum búin að klippa leikinn til og má sjá þar öll mörk Akureyrar í leiknum, nokkur mörk frá Fylkismönnum og nokkrar flottar vörslur hjá Hreiðari Levý. Mjög gaman er að rifja upp leikinn og þá sérstaklega vegna þess að í liði Fylkis voru 4 leikmenn sem spiluðu síðar með Akureyri en það eru þeir Heimir Örn Árnason, Guðlaugur Arnarsson, Hreinn Þór Hauksson og Brynjar Þór Hreinsson. Hvor hálfleikur fær 10 mínútur í myndbandinu og svo endar það á viðtölum við þá Guðlaug, Heimi og Hreiðar, sjón er sögu ríkari!VIDEO Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook