Nú rétt í þessu var HSÍ að gefa út að leikur Akureyrar og HK sem vera átti á laugardaginn hafi verið færður yfir á sunnudaginn vegna veðurútlits. Akureyri er í hörkubaráttu um að ná sem bestu sæti í úrslitakeppninni á meðan HK er að reyna að spyrna sér frá botninum. Það má búast við mikilli spennu enda mikið í húfi hjá báðum liðum.Liðin hafa mæst tvisvar á tímabilinu, einmitt í fyrstu umferð Olís-deildarinnar en þá vann Akureyri 21-25 í Kópavoginum og aftur í Íþróttahöllinni þar sem Akureyri vann 23-18.Töluverð batamerki hafa verið á HK liðinu í síðustu leikjum, þannig unnu þeir sannfærandi útisigur á Fram 25-32. Síðan hafa komið þrír naumir tapleikir, 24-28 gegn Val, þriggja marka tap gegn ÍR á útivelli 31-28 og nú síðast þriggja marka tap gegn FH 25-28.Það er því ljóst að ekki má vanmeta HK liðið sem berst fyrir tilveru sinni í deildinni og leggur klárlega allt í sölurnar. Við hvetjum alla stuðningsmenn sem verða staddir á höfuðborgarsvæðinu til að mæta í Digranesið á sunnudaginn klukkan 16:00. Hvar verður þú?
Heiðar Þór Aðalsteinsson í leiknum gegn HK 13. nóvember. Þetta virðist vera í upphafi skeggsöfnunarinnar