Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Haukar, ÍBV og Akureyri eru að berjast um 5. sætið fyrir úrslitakeppnina26. mars 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarBarist um 5. sætið, hvernig er staðan? Það er gríðarlega hart barist á öllum vígsstöðum Olís Deildarinnar. Aðeins tvær umferðir eru eftir af deildarkeppninni fyrir utan leik Hauka og Akureyrar sem er lokaleikur 25. umferðarinnar. Valsarar eru efstir en Afturelding heldur áfram að fylgja þeim í öðru sæti. ÍR og FH eru svo í þriðja og fjórða sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum munar á þeim. Þá berjast Stjarnan og Fram hatrammlega um síðasta sætið inn í úrslitakeppnina og að sleppa við fall. Það er hinsvegar baráttan um 5. sæti deildarinnar sem við höfum mestan áhuga á. Haukar, ÍBV og Akureyri berjast um þetta sæti og munar einungis einu stigi á liðunum þremur. Með tapi ÍBV gegn Aftureldingu í kvöld er ljóst að sigri Akureyri Hauka á laugardaginn fer liðið upp í 5. sætið þegar einungis tvær umferðir eru eftir á meðan að Haukasigur myndi fara langleiðina með að tryggja þeim 5. sætið. FH tapaði gegn Fram í kvöld sem þýðir að enn er möguleiki fyrir Hauka og Akureyri að stela 4. sæti deildarinnar og síðasta sætinu sem gefur heimaleikjarétt. En hér má sjá stöðuna í deildinni fyrir leik Hauka og Akureyrar á laugardaginn. Nr. Félag Leikir U J T Mörk Hlutfall Stig - 1. Valur 25 19 2 4 682 : 585 97 40 : 10 2. Afturelding 25 17 3 5 637 : 576 61 37 : 13 3. ÍR 25 13 4 8 682 : 653 29 30 : 20 4. FH 25 13 2 10 659 : 645 14 28 : 22 5. Haukar 24 9 6 9 598 : 562 36 24 : 24 6. ÍBV 25 10 3 12 630 : 626 4 23 : 27 7. Akureyri 24 10 3 11 583 : 587 -4 23 : 25 8. Fram 25 9 1 15 566 : 655 -89 19 : 31 9. Stjarnan 25 7 3 15 625 : 669 -44 17 : 33 10. HK 25 3 1 21 597 : 701 -104 7 : 43
Innbyrðisviðureignir: Það er mikið undir í leik Hauka og Akureyrar, liðið sem sigrar tekur forystu í baráttunni um 5. sætið og ekki nóg með það heldur mun sigurliðið einnig hafa betur í innbyrðisviðureign liðanna, Akureyri hefur betur eins og er eftir stórsigur í Höllinni fyrr í vetur en Haukasigur myndi breyta þeirri stöðu. Verði Akureyri og ÍBV jöfn að stigum verður ÍBV fyrir ofan enda vann liðið tvo leiki gegn einum í leikjum liðanna í vetur. Verði Haukar og ÍBV jöfn að stigum verða Haukar fyrir ofan en liðin hafa unnið sitthvorn leikinn og gert jafntefli, Haukarnir hafa hinsvegar betur á einu marki! Verði liðin öll jöfn að stigum mun ÍBV verða efst með þrjá sigra og eitt jafntefli. Haukar hafa betur fyrir leikinn á laugardaginn, hafa unnið tvo leiki og náð jafntefli en Akureyri er með tvo sigra. Sigur á laugardaginn myndi fleyta Akureyri upp fyrir Haukana.Leikirnir sem eftir eru En hvaða leiki eiga liðin eiginlega eftir? Við skulum kíkja á það Eins og við komum að þá leika Haukar og Akureyri á laugardaginn í lokaleik 25. umferðar. 26. umferðin, mánudagur 30. mars: Akureyri fær FH í heimsókn og má búast við hörkuleik. FH er að berjast við ÍR um 3. sætið en þarf einnig að passa upp á það að missa ekki 4. sætið. ÍBV fær botnlið HK í heimsókn, HK er nú þegar fallið úr deildinni og má búast við að Bikarmeistararnir klári þetta skylduverkefni. Haukar mæta í Safamýrina og leika gegn Fram, Framarar hafa verið á miklu skriði undanfarið og eru komnir í fína stöðu við að sleppa við fall og komast í úrslitakeppnina, má búast við hörkuleik. 27. umferðin, fimmtudagur 2. apríl: Akureyri mætir í Austurbergið og mætir ÍR. ÍR er búið að vera í vandræðum eftir áramót en eru ennþá í góðri stöðu fyrir úrslitakeppnina og vilja alls ekki missa 3. sætið, gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið líklegast. ÍBV sækir FH heim í Kaplakrikann, kemur í ljós hvernig staðan í deildinni verður fyrir þennan leik en líklegt að bæði lið þurfi á stigunum að halda. FH gæti náð 3. sætinu af ÍR eða misst heimaleikjaréttinn. Haukar fá hina föllnu HK-inga í heimsókn og má gera sterklega ráð fyrir því að Haukar klári þann leik. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook