Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Atli var ánægður með sigurinn á Haukum29. mars 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarViðtöl eftir leik Hauka og Akureyrar Það var nú ekki beint slegist um sætin í blaðamannastúkunni á leik Hauka og Akureyrar í gær en Morgunblaðið stóð fyrir sínu og tók nokkur viðtöl ásamt því að bjóða upp á lýsingu á leiknum rétt eins og við hér á Akureyrarsíðunni. Hér fyrir neðan má sjá viðtöl Ívars Benediktssonar fyrir mbl.is.Atli: Við erum á lífi „Leikurinn var góður hjá okkur en sérstaklega var fyrri hálfleikurinn frábær," sagði Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar eftir fimm marka sigur á Haukum, 25:20, í lokaleik 25. umferðar Olís-deildar karla í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í dag. Með sigrinum færðist Akureyrarliðið upp upp um tvö sæti, úr því sjöunda upp í fimmta en mikill stígandi hefur verið í Akureyrarliðinu upp á síðkastið. „Mér finnst alveg meiriháttar að vinna hér með fimm marka mun. Grunninn leggjum við með góðri vörn og markvörslu auk þess sem menn eru skynsamir í sóknarleiknum," segir Atli og bætir við. „Þessi sigur og gegn ÍBV um síðustu helgi undirstrikar að við erum á lífi og að við ætlum okkur að gera eitthvað í úrslitakeppninni," sagði Atli.Kristján Orri: Karakter í þessu hjá okkur „Þetta var mjög góður sigur. Það var nokkur kraftur í og karakter hjá okkur að koma til baka eftir að hafa lent undir í síðari hálfleik," sagði Kristján Örri Jóhannsson markahæsti leikmaður Akureyrar í dag þegar liðið vann Hauka í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Olís-deild karla í handknattleik, 25:20. „Baráttusigur þar sem varnarleikurinn var góður hjá okkur eins og hann hefur verið í síðustu leikjum," sagði Kristján Orri en Akureyringar komust upp úr sjöunda sæti upp í fimmta sæti með þessu sigri þegar tvær umferðir eru eftir af deildinni. Meinloka greip blaðamann sem fullyrti í viðtalinu við Kristján Orra að með sigrinum hefðu Akureyringar náð alla leið upp í fjórða sætið. Beðist er velvirðingar á vitleysunni. „Varnarleikurinn hefur vaxið með hverjum leiknum eins og frammistaða okkar í heild. Við verðum bara að halda áfram að vaxa þangað til kemur að úrslitakeppninni," sagði Kristján Orri.Patrekur ómyrkur í máli „Ég var enga veginn ánægður með fyrri hálfleikinn. Menn skildu eftir heima það sem þarf að vera fyrir hendi í leikjum svo sem vilji og talandi," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, og var ómyrkur í máli í garð sinna manna eftir fimm marka tap, 25:20, fyrir Akureyri í lokaleik 25. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Schenkerhöllinni í dag. „Fyrsti stundarfjórðungurinn í síðari hálfleik var betri og þá náðum við tveggja marka forskoti og fengum möguleika til þess að bæta við forskotið en fórum illa að ráði okkar. Akureyringar komust inn í leikinn á nýjan leik og við náðum ekki að komast af stað aftur. Of margir áttu slakann dag jafnt í vörn sem sókn," sagði Patrekur. „Mér finnst að þegar menn mæta í handboltaleik þá verði þeir að sýna meira líf en þeir gerðu í dag. Ef við ætlum okkur eitthvað í úrslitakeppninni þá þýðir ekki að mæta með sama hugarfari og í dag. Það er handbolti í liðinu en leikurinn gengur út á margt fleira en mörk að mínu mati," segir Patrekur og sendir leikmönnum sínum tóninn. Þá fjölluðu bæði RÚV og Stöð 2 um leikinn og er hægt að sjá umfjöllun sjónvarpstöðvanna beggja í myndbandinu hér að neðan.VIDEO Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook