Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Upphitun fyrir úrslitaleikinn gegn ÍR - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Þjálfarapar Akureyrar frá því í fyrra berst um sæti í undanúrslitum



12. apríl 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Upphitun fyrir úrslitaleikinn gegn ÍR



Í dag klukkan 16:00 hefst úrslitaleikur ÍR og Akureyrar um laust sæti í undanúrslitum Íslandsmótsins. Búast má við hörkuleik enda eru liðin ákaflega jöfn að getu. Hvort að heimavöllurinn muni hjálpa ÍR-ingunum mun koma í ljós en stutt er síðan Akureyri fór með sigur af hólmi í Austurberginu.

Liðin hafa nú mæst fimm sinnum í vetur og gæti niðurstaðan varla verið jafnari. Akureyri hefur unnið tvo leiki og þar á meðal síðasta leik liðanna í Höllinni á föstudaginn. ÍR-ingar hafa einnig unnið tvo leiki en einum leik liðanna lauk með jafntefli. Tveir af þessum leikjum hafa verið í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins og er staðan 1-1 fyrir oddaleikinn í dag.

Liðin munu mætast í fjórða sinn á aðeins 11 dögum og því lítið sem ætti að koma á óvart enda ættu menn að fara að þekkja liðin ansi vel. Fyrir áhugasama bendum við á grein þar sem við fjöllum um helstu leikmenn ÍR liðsins.

Nýjustu fregnir herma að markahæsti leikmaður Olís Deildarinnar, Björgvin Þór Hólmgeirsson, verði leikfær á ný en hann missti af síðasta leik liðanna og lék aðeins upphafsmínúturnar í fyrri leik liðanna í einvíginu. Ástandið á kappanum mun koma í ljós síðar í dag en Bjöggi er ótrúlega góður leikmaður og ljóst að hann mun gefa ÍR-ingum aukinn kraft.

Á sama tíma er ólíklegt að Nicklas Selvig, danski leikmaður Akureyrar, verði leikfær eftir að hafa snúið sig illa í leik liðanna á föstudaginn. Selvig átti góðan leik og er slæmt ef hann mun vanta í dag. Maður kemur þó í manns stað.

Eins og oft gerist í svona úrslitaleikjum þá vinnur það lið sem berst meira fyrir sigrinum. Það er því ólíklegt að við fáum fjarska fallegan handbolta í dag en frekar baráttu og spennuleik þar sem ekkert verður gefið eftir. Nú er bara að vona að okkar menn standi uppi eftir slíka baráttu og fagni sæti í næstu umferð.

Leikurinn verður í Beinni Lýsingu hér á síðunni og hvetjum við alla til að fylgjast vel með gangi mála ef þið komist ekki í Austurbergið, áfram Akureyri!


Heimir og Bjarni þjálfuðu Akureyri í fyrra en mætast nú með sitthvoru liðinu í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum. Hvor hefur betur?

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson