Lokahóf Akureyrar Handboltafélags og Hamranna var haldið í gærkvöldi á Sveitahótelinu Sveinbjarnargerði. Þar komu saman leikmenn meistaraflokka liðanna ásamt leikmönnum annars flokks ásamt stjórnarmönnum og mökum.
Eftir að menn höfðu gert glæsilegum veitingum góð skil var komið að því að veita viðurkenningar fyrir tímabilið. Hannes Karlsson og Hlynur Jóhannsson lýstu valinu og afhentu bikara sem hér segir:
Besti leikmaður Hamranna: Kristján Már Sigurbjörnsson
Efnilegasi leikmaður 2. flokks: Arnór Þorri Þorsteinsson
Besti leikmaður 2. flokks: Bernharð Jónsson
Efnilegasti leikmaður meistaraflokks Akureyrar: Brynjar Hólm Grétarsson
Besti varnarmaður Akureyrar: Tomas Olason
Besti sóknarmaður Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson
Besti leikmaður Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson
Þá var Atla Hilmarssyni þökkuð fyrir góð störf og samfylgdin í vetur en hann lætur nú af þjálfarastörfum í annað sinn hjá félaginu. Atli ávarpaði hópinn og þakkaði sömuleiðis samstarfið. Kvaðst sérstaklega ánægður með leikmannahópinn og viðhorfið sem menn sýndu.
Kristján Már Sigurbjörnsson, besti leikmaður Hamranna
Arnór Þorri Þorsteinsson, efnilegasti leikmaður 2. flokks
Bernharð Jónsson, besti leikmaður 2. flokks
Brynjar Hólm Grétarsson, efnilegasti leikmaður Akureyrar
Tomas Olason, besti varnarmaður Akureyrar
Kristján Orri Jóhannsson, besti sóknarmaður og einnig besti leikmaður Akureyrar
Lokahófið fór fram í flottri aðstöðu Sveitahótelsins Sveinbjarnargerði
Atli Hilmarsson með skemmtilegt ávarp til hópsins