Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Kristján Orri stóð sig fínt gegn sínu gömlu félögum28. ágúst 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarNorðlenska: Grótta hafði Akureyri í jöfnum leik Akureyri tók á móti Gróttu í seinni leik dagsins í Opna Norðlenska mótinu, bæði lið töpuðu leik sínum í gær og því mikilvægt fyrir bæði lið að sækja sigur í leiknum. Eftir hörkuleik þar sem gestirnir af Seltjarnarnesinu leiddu mestallan tímann fóru gestirnir með sigur af hólmi 31-32. Bæði lið byrjuðu leikinn af krafti sóknarlega og var jafnt á öllum tölum á upphafsmínútunum. Smá bit vantaði í varnarleikinn og var því markaskor nokkuð hátt. Gestirnir voru aðeins sneggri að átta sig og komust í þriggja marka forskot þegar lítið var til hálfleiks. En sterkur endasprettur Akureyrar sá til þess að hálfleikstölur voru 16-16. Síðari hálfleikur spilaðist einkar svipað og sá fyrri, Gróttumenn leiddu leikinn en Akureyri aldrei langt undan. Þegar um kortér var eftir leiddu gestirnir 21-24, Akureyri náði nokkrum sinnum að minnka muninn niður í eitt mark en alltaf náðu Gróttumenn að koma í veg fyrir jöfnunarmarkið og svo fór að þeir sigruðu 31-32. Slakur leikur af hálfu Akureyrar og ljóst að liðið á enn eitthvað í land en æfingaleikir eru til að sjá og slípa liðið til þannig að vonandi tekst það áður en Íslandsmótið hefst. Gróttuliðið sýndi í dag að liðið er vel leikandi og mun klárlega standa sig fínt í efstu deild, þeir sem hafa verið að spá Gróttu beint niður aftur þurfa líklega að éta það ofan í sig.Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 10 (4 úr vítum), Brynjar Hólm Grétarsson 4, Bergvin Þór Gíslason 4, Hörður Másson 4, Róbert Sigurðarson 4, Heiðar Þór Aðalsteinsson 3, Friðrik Svavarsson 1 og Andri Snær Stefánsson 1 mark. Í markinu varði Bjarki Símonarson 6 skot og Tomas Olason 4 skot.Mörk Gróttu: Finnur Stefánsson 12 (6 úr vítum), Aron Dagur Pálsson 7, Árni Árnason 4, Aron Heiðar Guðmundsson 4, Júlíus Stefánsson 1, Þórir Jökull Finnbogason 1, Aron Valur Jóhannesson 1 og Guðni Ingvarsson 1 mark. Í markinu varði Lárus Gunnarsson 11 skot og Stefán Huldarson 1 skot. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook