Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Handboltaveisla á sunnudaginn - frítt á leikinn - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Já þér er boðið á leikinn gegn Val



11. september 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Handboltaveisla á sunnudaginn - frítt á leikinn

Það má svo sannarlega segja að það sé handboltaveisla á Akureyri á sunnudaginn þegar fyrsti heimaleikur Akureyrar í Olísdeildinni fer fram. Íslandsbanki býður öllum frítt á leikinn þannig að það er um að gera að nýta sér þetta kostaboð.

Mótherjinn er heldur ekki af lakara taginu, Valur sem er spáð góðu gengi í vetur, öðru sæti deildarinnar ef spár ganga eftir.

Viðureignir Akureyrar og Vals hafa í gegnum tíðina verið hin besta skemmtun og ekki spillir fyrir að helstu hetjur Valsliðsins eru einmitt Akureyringarnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 í KA heimilinu en það er upplagt að mæta tímanlega á staðinn því fyrir leikinn verður hægt að ganga frá kaupum á ársmiðum (silfurkortum) og gullkortum fyrir tímabilið.

Gullkortið innifelur aðgang að öllum heimaleikjum Akureyrar, hvort sem er í deildarkeppninni, úrslitakeppnum eða bikarkeppninni. Auk þess er gullkortahöfum boðið upp á aðgang að stuðningsmannaherberginu en þar er í boði heitur matur fyrir leiki og kaffi í hálfleik. Auk ýmissa fríðinda sem tilkynntir verða síðar. Það er nýlunda í vetur að Gullkortið veiti jafnframt aðgang að heimaleikjum í bikar- og úrslitakeppninni. Verð á Gullkortinu 2015-2016 er 30.000 krónur.

Silfurkortið eða ársmiðinn er fyrst og fremst aðgöngumiði að öllum heimaleikjum liðsins í Olís deildinni (ekki bikar og úrslitakeppni). Silfurkorthafar þurfa því ekki að standa í röð í miðasölunni heldur ganga beint inn. Silfurkortið 2015-2016 kostar 20.000 krónur.

Þeir sem ganga frá kaupum á kortum (Gull- eða Silfur) fyrir sunnudagsleikinn fá jafnframt glæsilegt barmmerki með nýja merki Akureyrar Handboltafélags.

Boðið er upp á nokkrar greiðsluleiðir auk þess sem hægt er að semja um raðgreiðslur ef það hentar.

Hægt er að panta kort með því að smella á myndirnar af kortunum hér að ofan! Þeir sem panta með þeim hætti geta nálgast kortin í KA heimilinu fyrir leikinn að öðrum kosti verður þeim komið til viðkomandi fyrir næsta heimaleik!

Sjáumst í KA heimilinu á sunnudaginn!

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson