Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Sverre á verk fyrir höndum13. september 2015 - Akureyri handboltafélag skrifarSterkir Valsmenn fóru með sigur af hólmi Það var öflugt Valslið sem mætti norður yfir heiðar í dag og sýndu að sigur þeirra á Eyjamönnum í fyrstu umferðinni var engin tilviljun. Valur byrjaði af miklum krafti og komust í 1-5 eftir tíu mínútna leik. Hlynur Morthens markvörður þeirra gaf tóninn strax í upphafi, lokaði markinu og varði m.a. vítakast.Hlynur gaf tóninn með því að verja vítkast
Sverre tók leikhlé sem bar þann árangur að leikur liðsins breyttist heldur betur. Hreiðar Levý kom með látum í markið og Akureyri jafnaði leikinn í 6-6 og fín stemming komin í húsið. Valsmenn létu þó ekki slá sig út af laginu og náðu undirtökunum á nýjann leik og leiddu í hálfleik með þrem mörkum, 10-13. Kristján Orri Jóhannsson var atkvæðamikill í sóknarleiknum var með fimm mörk í fyrri hálfleiknum og Hreiðar með átta varða bolta.Hreiðar Levý átti magnaða innkomu í markið í fyrri hálfleiknum
Áfram hélt fjörið í upphafi seinni hálfleiks og Ingimundur minkaði muninn í tvö mörk, 13-15 eftir rúmlega fimm mínútna leik. Þar með tóku Valsmenn heldur betur við sér og juku forskotið jafnt og þétt, mestur varð munurinn tíu mörk 16-26. Hlynur Morthens gjörsamlega lokaði markinu og dældi fram boltum sem skiluðu ófáum hraðaupphlaupum Valsmanna. Lokatölur urðu átta marka sigur Vals 19-27 og líkt og tölurnar bera með sér voru þeir einfaldlega mun öflugri í dag. Leikur Akureyrar var mjög kaflaskiptur, eftir erfiða byrjun sýndi liðið oft á tíðum prýðisleik í fyrri hálfleiknum en sérstaklega sóknarleikurinn gekk erfiðlega í seinni hálfleiknum. Raunar fengu menn fjölmörg opin færi en Hlynur markvörður Valsmanna reyndist erfiður og varði allt hvað af tók, þar á meðal fóru alls þrjú vítaköst forgörðum. Þetta gekk ekki í dag en sem betur fer eru margir leikir eftir þannig að liðið á klárlega eftir að smella betur saman.Kristján Orri var valinn maður Akureyrarliðsins og fékk kjötveislu frá Norðlenska að launum
Mörk Akureyrar: Kristján Orri Jóhannsson 8 (3 úr vítum), Bergvin Þór Gíslason, Brynjar Hólm Grétarsson, Halldór Logi Árnason og Sigþór Árni Heimisson 2 mörk hver, Heiðar Þór Aðalsteinsson, Hörður Másson og Ingimundur Ingimundarson 1 mark hver. Í markinu vörðu Hreiðar Levý Guðmundsson 10 skot og Tomas Olason 5.Mörk Vals: Geir Guðmundsson 6, Alexander Örn Júlíusson og Orri Freyr Gíslason 5 mörk hvor, Ómar Ingi Magnússon og Sveinn Aron Sveinsson 4 mörk hvor, Guðmundur Hólmar Helgason 2 og Atli Már Báruson 1 mark. Í marki Vals varði Hlynur Morthens 20 skot (þar af 2 vítaköst) og Sigurður Ingiberg Ólafsson varði til viðbótar 1 vítakast.Áhorfendur létu sitt ekki eftir liggja í dag
Næsti leikur Akureyrar er útileikur gegn Aftureldingu laugardaginn 19. september. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook