Vefurinn fimmeinn.is hefur tekið saman lið hverrar umferðar Olís deildar karla það sem af er tímabilinu. Í dag var birt val þeirra fyrir 6. umferðina en í henni átti Akureyri heimaleikinn gegn Fram sem lauk einmitt með góðum sigri heimamanna.
Sú frammistaða vakti greinilega athygli og skilar Akureyri þrem fulltrúum í úrvalsliðið, leikmönnunum Bergvin Þór Gíslasyni og Kristjáni Orra Jóhannssyni auk besta þjálfara umferðarinnar, Sverre Andreas Jakobssyni.
Úrvalslið 6. umferðar er þannig skipað að áliti starfsmanna fimmeinn.is:
Þjálfari: Sverre Jakobsson - Akureyri
Markmaður: Lárus Helgi Ólafsson - Gróttu
Vinstri hornamaður: Sturla Ásgeirsson - ÍR
Vinstri skytta: Þorgrímur Smári Ólafsson - Fram
Miðjumaður: Bergvin Þór Gíslason - Akureyri
Línumaður: Hjálmar Þór Arnarson - Víking
Hægri skytta: Einar Rafn Eiðsson - FH
Hægri hornamaður: Kristján Orri Jóhannsson - Akureyri
Sverre leggur á ráðin í leiknum gegn Fram
Bergvin í leiknum gegn Fram
Kristján Orri fer inn úr horninu í leiknum gegn Fram
Fram að þessu hafði Akureyri ekki átt marga fulltrúa í úrvalsliðum umferðanna. Þó með þeim undantekningum að Hreiðar Levý Guðmundsson var valinn besti markvörður 3. umferðar. En í þeirri umferð lék Akureyri gegn Aftureldingu.
Og í fyrstu umferð var Sigþór Árni Heimisson valinn besti miðjumaðurinn. Í þeirri umferð lék Akureyri gegn ÍR.
Við óskum öllum þessum leikmönnum til hamingju með útnefningarnar.
Hreiðar Levý með magnaða vörslu
Sigþór Árni ógnar ÍR vörninni