Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Akureyri missti niður sigurinn á lokamínútunni - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Sóknin gekk brösuglega á köflum en menn dreifðu mörkunum vel í dag



17. desember 2015 - Akureyri handboltafélag skrifar

Akureyri missti niður sigurinn á lokamínútunni

Akureyri tók á móti ÍBV í lokaleik liðsins fyrir jóla og EM frí. Leikurinn var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið en með sigri hefðu gestirnir tryggt sér sæti í Deildarbikarnum en Akureyri hefði tryggt sér sæti í efri hlutanum og þar með 5 heimaleiki í stað 4 í lokaumferðinni.

Hægt er að sjá myndband frá leiknum með því að smella hér

Það fór ekkert á milli mála að mikið var undir í leiknum, bæði lið gerðu töluvert af mistökum en gestirnir þó fleiri. Akureyri leiddi leikinn nær allan tímann en Eyjamenn voru þó aldrei langt undan. Þegar flautað var til hálfleiks leiddi Akureyri 14-12 en þurfti þó að byrja síðari hálfleikinn tveimur færri.

Það kom þó ekki að sök og Akureyri bætti við forskotið í upphafi síðari hálfleiks og leit vel út. En gestirnir gáfust ekki upp og náðu að loka á sóknir Akureyrar og komu sér aftur í leikinn. Stemningin í húsinu var algjörlega frábær og minnti á gamla tíma.

Þegar um 40 sekúndur lifðu leiks var Akureyri með boltann og yfir 25-23, þá er farið í Brynjar Hólm og hann féll til jarðar en ekkert dæmt og gestirnir brunuðu fram og minnkuðu muninn í eitt mark. Þá var púað hressilega á dómarana sem höfðu ekki átt sinn besta leik.

Akureyri gekk illa að spila boltanum á milli sín undir lokin uns Bergvin fékk högg á andlitið og Elliði í liði ÍBV uppskar rautt spjald, 17 sekúndur eftir. Akureyri því manni fleiri, ný sókn og útlitið gott.

En Andri Snær var klaufi og fékk á sig ruðning, gestirnir fóru fram og fengu aukakast. Ingimundur fékk brottvísun fyrir að vera of snöggur af stað úr hávörninni, sem hann að vísu mótmælti hástöfum. Einar Sverrisson lyfti sér svo hátt upp og nelgdi boltanum í netið og sá til þess að liðin þurftu að skipta á milli sín stigunum.

Hrikalega svekkjandi að ná ekki að klára þennan leik enda ansi góð staða þegar innan við mínúta var eftir en spilamennska liðsins var heilt yfir mjög fín og klárlega hægt að byggja á þessu.

Þá var æðislegt að upplifa stemninguna í húsinu og ljóst að ef fólk heldur áfram að mæta almennilega á leikina og taka virkan þátt í leiknum þá mun Akureyri sækja ansi mörg stig hér á heimavelli.

Enn er þó von á sæti í efri hlutanum fyrir hlé en Afturelding þarf að sækja allavega 3 stig úr þeim tveimur leikjum sem liðið á eftir fyrir jól, við sjáum til hvað gerist.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson