Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Hvar er Nikola Jankovic í dag? - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Janko skoraði 104 mörk fyrir Akureyri Handboltafélag









5. janúar 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Hvar er Nikola Jankovic í dag?

Nikola Jankovic ættu allir Akureyrskir handboltaunnendur að þekkja vel. Kappinn bjó á Akureyri í 4 ár og lék á þeim tíma bæði með KA og Akureyri Handboltafélagi. Þessi örvhenti Svartfellski hornamaður kom norður árið 2004 eftir að hafa farið á nokkrar æfingar með þýska liðinu Magdeburg sem var á þeim tíma undir stjórn Alfreðs Gíslasonar. Hann yfirgaf svo höfuðstað Norðurlands eftir nokkra leiki tímabilið 2008-2009.

Við ákváðum að heyra í kappanum og sjá hvað hann væri að gera í dag, hvernig honum hafi líkað vistin á Akureyri og tókum í leiðinni saman nokkur mörk sem kappinn skoraði meðan hann bjó á Íslandi.

Blessaður Janko og gaman að heyra í þér, þú komst til Akureyrar seint í október árið 2004 til að spila með KA. Hvernig var það að koma frá Svartfjallalandi til Íslands og búa á Akureyri?
Það var skrýtin en skemmtileg upplifun. Fólkið á Akureyri er ákaflega gott og tók vel á móti mér, það leið ekki á löngu uns ég var farinn að upplifa mig sem innfæddan í bænum.

Þú spilaðir tvö tímabil með KA áður en Akureyri Handboltafélag varð til sem þú lékst svo með í rúm tvö tímabil. Hvernig var handboltinn og hvað stendur uppúr frá þessum tíma?
Ég á mörg skemmtileg augnablik frá því að ég spilaði hér á Akureyri og erfitt að gera upp á milli þeirra, þó var stemningin á leikjum eftirminnileg. Það hefði verið skemmtilegt ef okkur hefði tekist að landa titli enda vorum við að mínu mati með sterkt lið en vantaði stöðugleika. Íslenski handboltinn er frekar hraður og tæknilegri þegar miðað er við boltann heima þar sem meira er um styrk.


Hérna má sjá nokkur mörk Janko fyrir KA og Akureyri

Hvað hefur þú verið að gera síðan þú fórst frá Akureyri árið 2008, ertu ennþá að spila?
Þegar ég fór frá Íslandi hélt ég áfram að spila handbolta og fór ég fyrst til Bosníu, þaðan til Serbíu og að lokum kom ég aftur heim til Svartfjallalands þar sem ég lagði skóna á hilluna.

Heldurðu ennþá sambandi við einhverja á Íslandi og heldurðu að þú munir heimsækja Akureyri aftur?
Meðan ég bjó á Íslandi kynntist ég mikið af góðu fólki og er ég ennþá í góðu sambandi við marga enda skapast góð tengsl þegar menn æfa og spila jafn oft saman í viku og raun ber vitni í íslenska boltanum. Ég hygg klárlega á að kíkja aftur til Akureyrar og hitta alla mína góðu vini þar.

Að lokum, hvernig væri draumaliðið þitt af þeim leikmönnum sem þú lékst með hér fyrir norðan?
Meðan ég lék á Akureyri fékk ég tækifæri til að leika með nokkrum virkilega góðum leikmönnum, rosalega erfitt að gera upp á milli manna en þó verð ég að nefna þá Halldór Jóhann Sigfússon, Jónatan Magnússon, Hreiðar Levý Guðmundsson, Andra Snæ Stefánsson og Goran Gusic.


Þeir félagar Goran Gusic og Janko á fyrstu æfingu Akureyri Handboltafélags

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson