Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Bernharð var magnaður í sínum fyrsta leik3. febrúar 2016 - Akureyri handboltafélag skrifarBrotlending í seinni hálfleik á Hlíðarenda Akureyri sótti Valsara heim í fyrsta leik eftir jóla og EM frí. Fyrir leik var vitað að við ramman reip var að draga enda Valur með ákaflega sterkt lið á sama tíma og það vantaði mikilvæga pósta í lið Akureyrar. Þrátt fyrir það þá var fyrri hálfleikurinn virkilega góður og var jafnt á nánast öllum tölum. Strákarnir héldu fínu tempói á leiknum og voru að mínu mati betri aðilinn í hálfleiknum. En Hlynur Morthens átti stórkostlegan leik í marki heimamanna og sá til þess að Valsmenn leiddu 12-11 í hléinu. Ekki byrjaði síðari hálfleikurinn nægilega vel og munurinn varð fljótlega 15-11 og margir sem reiknuðu með að okkar vængbrotna lið væri sprungið á limminu. En þá kom stórfurðulegur kafli, strákarnir minnkuðu muninn í 15-13 og fengu ótal tækifæri til að minnka muninn enn frekar. Það fór svo að Valsarar skoruðu ekki mark í rúmar 13 mínútur, en ekki nýttist það vel þar sem Akureyri skoraði ekki mark í rúmar 12 mínútur! Þeir rauðklæddu gerðu svo útum leikinn með góðum langskotum og munurinn þegar leiktíminn rann út orðinn 7 mörk, 22-15. Varnarleikur Akureyrar var til fyrirmyndar enda náðist að halda Valsliðinu í 22 mörkum en hann var einnig frábær hjá Völsurum. Akureyri skorar ekki nema 4 mörk í síðari hálfleiknum og í heildina 15 mörk sem er nýtt met í sögu félagsins yfir fæst mörk skoruð í einum leik. Stóri munurinn á liðunum í dag var í raun nýting færa. Hlynur Morthens varði 24 bolta í Valsmarkinu og var með 63% vörslu sem er ótrúleg tölfræði. Á sama tíma fann Tomas sig ekki en Bernharð Anton Jónsson sem kom í markið í sínum fyrsta leik var mjög góður. Bernharð varði 13 skot, þar af 1 vítakast og 3 dauðafæri úr hröðumupphlaupum. Vissulega vonbrigði að tapa leiknum og það þetta illa eftir mjög flottan fyrri hálfleik en það verður að líta til þess að það vantar mikilvæga pósta í liðið. Nú er bara að vona að menn nái sér enda heil vika í næsta leik sem er heimaleikur gegn ÍR og er sá leikur ansi mikilvægur upp á framhaldið, við sjáumst í KA-Heimilinu, áfram Akureyri! Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook