Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Viðtöl eftir jafnteflið gegn Víkingi - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Friðrik og Kristján spjölluðu við fimmeinn.is



7. mars 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Viðtöl eftir jafnteflið gegn Víkingi

Það er ekki hægt að segja að það hafi verið fjölmennt lið fjölmiðlamanna í Víkinni í gærkvöldi til að fylgjast með leika Víkings og Akureyrar. Okkar maður var á staðnum og lýsti leiknum en þar fyrir utan var einungis tíðindamaður fimmeinn.is á staðnum. Lúther Gestsson tók viðtöl við þjálfara liðanna, Sverre og Ágúst auk tveggja leikmanna Akureyrar, þá Friðrik Svavarsson og Kristján Orra Jóhannsson. Viðtölin fjögur birtust á fimmeinn.is og fara þau hér á eftir:

Sverre: Þessir strákar sem ég er með eru tilbúnir í allt

Sverre Jakobsson þjálfari Akureyrar var nokkuð sáttur með að hafa tekið eitt stig úr Víkinni eftir jafntefli við Víkinga sem hann sagði vera hörkulið og ekkert auðvelt að eiga við.
Aðallega sagðist hann sáttur með karakterinn sem sitt lið hefði sýnt því þeir hefðu verið í ansi brattri brekku á köflum í leiknum. Sigurinn hefði getað dottið báðum megin undir lokin.
Það sem stæði uppúr væri það sem strákarnir hans hefðu sýnt í dag þrátt fyrir að laga þyrfti ýmislegt sóknarlega.

Aðspurður hvort hann héldi að þetta stig dygði til að halda liðinu í deildinni sagði Sverre ekki vita það og heldur ekki hvernig þetta allt saman myndi fara en þeir myndu bara halda áfram að berjast og berjast áfram og einbeita sér að þeim sjálfum.
Hann vonaði að þeir gætu haldið úti sínu sterkasta liði í síðustu fjórum leikjunum en eins og er eru allir að spila.

Friðrik Svavarsson: Sóknarfeilar allt of margir í dag

Friðrik Svavarsson leikmaður Akureyrar var þokkalega sáttur með eitt stig úr jafnteflinu við Víkinga þó honum hefði fundist kárlega að Akureyringar hefðu átt að taka bæði stigin.

Hann sagði tæknifeila sóknarlega hafa verið allt of mikla ásamt því að margir vafadómar hefðu litið dagsljósið en það hefðu kannski verið á báða bóga.
Karakterinn hefði verið ákaflega mikill að hafa tekist að snúa margsinnis stöðunni við eftir að hafa lent undir 3-4 mörkum.

Kristján Orri: Þægilegt að sega bara að ég hafi séð þetta illa

Kristján Orri hornamaður Akureyrar átti góðan dag í dag þegar Akureyri gerði jafntefli við Víkinga. Hann sagði hundfúll svona strax eftir leik að hafa bara fengið eitt stig en það væri auðvitað betra en ekki neitt.

Aðspurður um rauða spjaldið sem félagi hans Bergvin Þór fékk fyrir að skjóta boltanum í höfuð Einars Baldvins, sagðist hann ekki vita alveg hvað hægt væri að sega um svona, þetta hefði alltaf verið óvart en honum fannst þó Einar hafa fært sig örlítið til en líklega væri bara best að sega að hann hefði séð þetta illa, enda var hann langt frá.

Ágúst Jóhannsson: Þetta er bara saga liðsins í vetur

Ágúst Jóhannsson þjálfari Víkinga var sár eftir að hafa aðeins tekið eitt stig úr leiknum gegn Akureyri í dag og sagði þetta algerlega ótrúlegt og enn á ný væri hægt að nota setninguna næstum því.
„Í dag erum við yfir allan leikinn nema þarna í blálokinn og svo endar þetta jafnt. Þetta er eiginlega bara saga vetrarins og leikur liðsins í hnotskurn í vetur, því miður“.
Þeir hefðu gefið eftir á lokakaflanum og því væri hann hundsvekktur með að taka bara eitt stig úr leiknum því þeir ætluðu sér sigur í þessum leik, en líklega hefði þá vantað smá gæði undir lokin.
Það hefði ekkert verið erfitt að mótivera liðið fyrir þennan leik þrátt fyrir að engu væri að keppa en menn hefðu ákveðið að sýna það að þeir væru að falla með sæmd.
Gústi var svo spurður út í hvað honum fannst um rauða spjaldið sem Bergvin Þór fékk fyrir að skjóta boltanum í höfuð Einars Baldvins úr víti en hann sagðist ekki hafa séð það nægilega vel.

Þá mættu RÚV menn undir lok leiks og má sjá stutta umfjöllun þeirra um leikinn hér:

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson