Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Komast Bernharð og félagar á EM?21. mars 2016 - Akureyri handboltafélag skrifarBernharð í lokahóp U-20 fyrir undankeppni EM Í dag var valinn 16 manna lokahópur U-20 landsliðs karla fyrir undankeppni EM. Undankeppnin fer fram í Póllandi en þar leika ásamt Íslandi lið Búlgaríu, Ítalíu og Póllands. Tvö af þessum liðum tryggja sér sæti á EM sem fer fram í Danmörku í sumar. Við eigum einn leikmann í hópnum en það er markvörðurinn okkar hann Bernharð Jónsson sem leikur með 2. flokk. Bernharð lék með meistaraflokk þegar liðið mætti Val nú eftir áramót og var einmitt valinn maður leiksins. Við óskum Benna til hamingju með valið og óskum liðinu góðs gengis í Póllandi. Þjálfarar liðsins eru þeir Ólafur Stefánsson og Sigursteinn Arndal. Fletta milli frétta Til baka Senda á Facebook