Warning: Undefined variable $udleiks in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 16
Grátlegt tap í hörkuleik í Eyjum - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfrćđi  -  Höllin  -  Lagiđ  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilabođ - Vefur KA - Vefur Ţór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Nćstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Ţri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Miđ. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin stađan

Ungmennaliđ karla
Nćstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin stađan




    Fréttir                       Ţú flettir milli frétta međ örvalyklunum eđa smellir á bláu örvarnar! 

Andri Snćr, Karolis Stropus og Sigţór Árni létu til sín taka í Eyjum





19. september 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar

Grátlegt tap í hörkuleik í Eyjum

Akureyrarliđiđ mćtti fullt sjálfstrausts til Eyja í dag og náđu strax 0-3 forystu međ frábćrum leik. Ţađ forskot hélst fram yfir miđjan fyrri hálfleikinn en eftir sautján mínútna leik náđi ÍBV fyrst ađ jafna í 8-8. Í kjölfariđ náđi ÍBV ţriggja marka forskoti 11-8 en stađan í hálfleik var 14-12 fyrir ÍBV.

Fyrir utan sjö mínútna kafla ţar sem ÍBV skorađi fimm mörk í röđ lék Akureyrarliđiđ frábćrlega. Andri Snćr međ fimm mörk, var öruggur á vítapunktinum og skilađi fjórum slíkum í netiđ.

ÍBV hélt frumkvćđinu í seinni hálfleik ţar sem munurinn var tvö til ţrjú mörk. Karolis Stropus var allt í öllu í sóknarleik Akureyrar og skorađi fyrstu fimm mörk liđsins í seinni hálfleiknum, flest međ miklum ţrumuskotum. Andri Snćr minnkađi muninn í eitt mark, 22-21 og skömmu síđar jafnađi Róbert Sigurđarson leikinn í 23-23 og allt á suđupunkti í húsinu.

Eyjamenn komust yfir en Andri Snćr jafnađi í 24-24. Agnar Smári Jónsson skorađi 25. mark Eyjamanna ţegar níu sekúndur voru eftir af leiktímanum, Akureyri tók afar hrađa miđju og Brynjar Hólm Grétarsson sendi boltann í autt mark Eyjamanna en ţví miđur ţá tók Sverre Andreas leikhlé í sömu andrá og ţví taldi markiđ ekki gilt. Lokasókn Akureyrar gekk ekki upp og ţví gátu Eyjamenn fagnađ dramatískum sigri ađ lokum.

Akureyrarliđiđ var svo sannarlega óheppiđ ađ fá ekki stig út úr leiknum, fyrir utan fyrrnefndan kafla í fyrri hálfleik var spilamennska liđsins afar góđ. Karolis Stropus var magnađur, sérstaklega í seinni hálfleiknum ţar sem hann sýndi svo sannarlega ađ hann getur skotiđ á markiđ.

Sigţór Árni Heimisson gerđi Eyjavörninni oft erfitt fyrir međ hrađa sínum og sótti alls fjögur vítaköst. Andri Snćr fór alls átta sinnum á vítalínuna og skilađi sjö ţeirra í netiđ. Varnarleikurinn var heilt yfir góđur og markvarslan ţokkaleg.

Mörk Akureyrar: Andri Snćr Stefánsson 9 (7 úr vítum), Karolis Stropus 8, Mindaugas Dumcius 2, Róbert Sigurđarson 2, Friđrik Svavarsson, Kristján Orri Jóhannsson og Sigţór Árni Heimisson 1 mark hver.
Í markinu varđi Tomas Olason 11 skot og Bernharđ Anton Jónsson 2.

Mörk ÍBV: Theódór Sigurbjörnsson 7 (1 úr víti), Sigurbergur Sveinsson 6, Daníel Örn Griffin 4, Kári Kristján Kristjánsson 3, Agnar Smári Jónsson 2, Grétar Ţór Eyţórsson 2 og Dagur Arnarsson 1.
Í marki Eyjamanna varđi Stephen Nielsen 12 skot og Kolbeinn Arnarsson 8 (ţar af 1 vítakast).

Nćsti leikur Akureyrar er heimaleikur gegn Aftureldingu og verđur sá leikur klukkan 19:00 á fimmtudaginn í KA Heimilinu.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson