Fréttir    	
	                     
		
			26. mars 2017 - Akureyri handboltafélag skrifarErfið staða eftir eins marks tap gegn Fram Akureyri og Fram mættust í svakalegum botnbaráttuleik í gærkvöldi þar sem afar dýrmæt stig voru í boði fyrir sigurvegarann. Allt var í járnum lengi vel í fyrri hálfleik Akureyringar voru þó með frumkvæðið í leiknum, komust 6-4 yfir eftir rúmar þrettán mínútur en Fram náði að jafna.Gangur fyrri hálfleiksins 
Arnar Birkir Hálfdánsson var allt í öllu í leik Framara, skoraði sex mörk í fyrri hálfleiknum og eiginlega ótrúlegt að hann væri ekki hreinlega tekinn úr umferð. Hjá Akureyri var Mindaugas kominn með fjögur mörk og Andri Snær Stefánsson með fimm, þar af fjögur af vítalínunni.Brynjar Hólm átti öfluga innkomu í upphafi seinni hálfleiks, þrjú mörk og fiskaði vítakast 
En aftur náðu Framarar vopnum sínum og jöfnuðu í 19-19 og spennan gríðarleg.Gangur seinni hálfleiksins 
Líkt og í fyrri hálfleik var það Arnar Birkir sem dró vagninn og endaði með 9 mörk auk þess að mata félaga sína vel þegar hann hafði dregið varnarmenn Akureyrar í sig. Þá reyndist markvörður þeirra, Viktor Gísli Hallgrímsson Akureyringum erfiður en þeir tveir voru öflugastir Framara í leiknum.Mörk Akureyrar:  Andri Snær Stefánsson 10 (7 úr vítum), Mindaugas Dumcius 7, Brynjar Hólm Grétarsson 3, Bergvin Þór Gíslason 2, Friðrik Svavarsson 2, Kristján Orri Jóhannsson 1 og Sigþór Árni Heimisson 1 mark.Mörk Fram:  Arnar Birkir Hálfdánsson 9, Þorgeir Bjarki Davíðsson 6, Andri Þór Helgason 4 (1 úr víti), Bjartur Guðmundsson 3, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 3, Davíð Stefán Reynisson 1 og Matthías Daðason 1 mark úr víti.      Fletta milli frétta     Til baka