Valur - Akureyri 22-15, svipmyndir
3. febrúar 2016
Valur tók á móti Akureyri þann 3. febrúar 2016 í fyrsta leiknum í Olís deild karla eftir jóla og EM frí. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik þar sem staðan var 12-11 fyrir heimamenn áttu gestirnir að norðan erfitt með að skora og Valsarar unnu að lokum öruggan 22-15 sigur. Akureyri setti þar með nýtt félagsmet en aldrei hefur liðið skorað jafn fá mörk í einum leik.
Efni tekið úr fréttatíma RÚV