Akureyri Handboltafélag leikur í dag mikilvægan leik og er leikurinn gegn Íslandsmeisturum Fram og byrjar klukkan 16:00. Það verður gaman að sjá hvernig liðið kemur tilbúið til leiks en liðið getur með sigri komist allverulega inn í baráttuna um sæti í Deildarbikarnum. Leikur dagsins er gegn Fram en Fram er í þriðja sæti og er 4 stigum á undan Akureyri. Heimasíðan býður upp á beina textalýsingu af leiknum sem hún hvetur fólk til að fylgjast með ef það kemst ekki á leikinn, en leikurinn er leikinn í Safamýri. Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.
Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist af sjálfu sér á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 16:00 en við hvetjum alla til að fylgjast vel með.
Það var svo sannarlega gaman þegar liðin mættust seinast, verður svo aftur?
Eftir ansi stóran sigur á Haukum um seinustu helgi þá annar gríðarlega mikilvægur leikur um komandi helgi en þá fara Akureyringar í Safamýrina og taka á móti Frömurum. Leikurinn sker úr um það hvort Akureyri ætlar að fara í baráttuna um efstu fjögur sætin og þar af leiðandi deildarbikarinn eða hvort þeir ætla í fallbaráttuna aftur.
Með sigrinum á Haukum er Akureyri komið með 16 stig í 5. sætinu, Haukar koma næstir með 12 og í fallsæti eru svo Fylkismenn með 10 stig. Þannig að staðan er orðin mun betri en fyrir tveimur vikum síðar hvað varðar að halda sér í deildinni en hænurnar skulu þó aldrei taldar of snemma og er ekkert öruggt á þessari stundu.
Fjögur efstu sætin í deildinni gefa sæti í Deildarbikarnum. Í 4. sætinu eru svo Stjörnumenn með 18 stig, eða einungis tveimur stigum meira en Akureyri svo það er ekki langt þangað. Í 3. sætinu eru svo Framarar með 20 stig eða fjórum stigum ofar en Akureyri en Fram eru einmitt andstæðingar Akureyrar um helgina.
Með sigri um helgina gæti Akureyri því hrist all svaðalega upp í málunum um baráttunni um fjórða og jafnvel þriðja sætið því sigur kæmi Akureyri einungis tveimur stigum á eftir Fram þegar þrjár umferðir eru enn eftir. Þetta er því gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og þá sérstaklega fyrir Akureyri sem getur farið aftur í baráttuna á botninum.
Okkar menn eru komnir í gang og væri fáránlegt að fylgja því ekki eftir. Haukarnir lágu síðast fyrir karaktersmiklum Akureyringum. Hafi menn í hyggju að nota þennan sama karakter um helgina og leggja sig jafn mikið fram er liðið að fara að blanda sér í baráttuna í efri hlutanum en menn verða þá að berjast jafn mikið of seinast og hugsanlega meira.
Fram er með geysisterkt lið. Björginn Gústavsson stendur í markinu og eru þeir með frábæra leikmenn eins og Sigfús Pál og Jóhann Gunnar Einarsson svo dæmi eru tekinn. Þeir eru með góðan hóp og mjög öflugt lið en Akureyri getur svo sannarlega unnið þá, þeir hafa meira að segja gert það áður í vetur og það sannfærandi 33-26 á Akureyri í eftirminnilegum leik eftir tvær misheppnaðar tilraunir.
Finni menn sama gír og um seinustu helgi verður gaman að sjá leikinn um helgina. Stóru spurningunni verður svarað á sunnudaginn. Ætlar Akureyri að blanda sér í baráttuna í efri hlutanum eða ætla þeir að halda áfram í baráttunni í neðri hlutanum? Henni verður svarað í Safamýrinni 16:00 á sunnudag.