Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Stórbrotinn sigur á FH í kvöld - Akureyri eitt á toppnum - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan





Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 26

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 26

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 43

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 44

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 46

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 46
     -    ()
klukkan:
Dómarar:
Umfjöllun

Árni fór svo sannarlega á kostum í kvöld eins og allt liðið







13. nóvember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Stórbrotinn sigur á FH í kvöld - Akureyri eitt á toppnum

Það voru leikmenn Akureyrar sem komu, sáu og sigruðu á heimavelli FH-inga í kvöld. Það leit ekki vænlega út fyrir okkar menn í upphafi þegar FH sýndi allar sínar bestu hliðar og komst í 5-0 eftir tæpar fjórar mínútur. Akureyri komst þá á blað með næstu tvö mörk en FH hélt sínu striki og náði aftur fimm marka forskoti 8-3 þegar tólf mínútur voru liðnar af leiknum. Á þessum upphafsmínútum má segja að leikmenn Akureyrar hafi varla verið mættir til leiks en á þessum tímapunkti má segja að liðið hafi tekið sig saman í andlitinu, sóknin fór að ganga miklu betur og í kjölfarið fór að draga saman með liðunum og munurinn minnkaði niður í þrjú mörk 12-9. Vörnin var þó ekki nægilega grimm og réðist ekkert við stórskyttuna Aron Pálmason sem lék okkur grátt og skoraði alls sjö mörk í fyrri hálfleiknum.

Hörður Flóki kom í markið eftir tuttugu mínútna leik og stóð sig með prýði, munurinn í fyrri hálfleik varð minnstur tvö mörk 15-13 en FH leiddi með þrem mörkum 17-14 í hálfleik.

Það var ljóst að okkar menn voru komnir í gang og þeir hófu seinni hálfleikinn með látum og minnkuðu muninn í eitt mark eftir rúmlega fjögurra mínútna leik 18-17 og þar með var ljóst að í hönd færi alvöru leikur. En FH-ingar með Aron í broddi fylkingar voru ekki hættir og náðu aftur fjögurra marka forystu 23-19 og aftur 25-21 þegar sextán mínútur voru eftir af leiknum.


Gústaf Línberg sækir að FH vörninni(mynd visir.is)

Þessar mínútur sem eftir fóru er óhætt að segja að Akureyrarliðið hafi svo sannarlega sýnt hvað í því býr, Hreinn Hauksson klippti Aron Pálmason algjörlega út úr sóknarleik FH og þegar Anton Rúnarssonjafnaði leikinn í 27-27 þegar rúmar níu mínútur voru til leiksloka fóru fjölmargir og tryggir stuðningsmenn liðsins hamförum á áhorfendapöllunum. Akureyri tók þar með frumkvæðið í leiknum og náði forystunni í fyrsta sinn í leiknum 27-28 með marki Jónatans. En spennan var gríðarleg á næstu mínútum því FH náði stöðugt að jafna, þannig var jafnt á öllum tölum upp í 31-31 og einungis þrjár mínútur eftir af leiknum. Það voru Akureyringar sem stóðust pressuna í lokin, Andri Snær kom með tvö ævintýraleg mörk úr vinstra horninu og þeir Oddur og Anton kláruðu leikinn með sitt hvoru markinu en FH náði að minnka muninn í tvö mörk 32-34 með því að skora síðasta mark leiksins.


Rúnar og Höddi taka andstæðinga sína engum silkihönskum (mynd mbl.is)

Frammistaða liðsins í seinni hálfleik var hreint út mögnuð og sérstaklega síðasta korterið. Árni Sigtryggsson átti frábæran leik, klárlega sinn albesta á tímabilinu og skoraði 11 mörk, mörg hver með dúndurskotum þrátt fyrir að vera sárkvalinn í vinstri öxlinni. Þá virðist Hörður Fannar kunna vel við sig í Kaplakrikanum, lék frábærlega á línunni auk þess sem Andri Snær var sterkur á lokakaflanum.

Markvarslan hefur oft verið betri en í þessum leik, Hafþór byrjaði báða hálfleikina en Hörður Flóki lauk þeim báðum og sýndi fín tilþrif.

Mörk Akureyrar: Árni 11 (3 úr vítum), Andri Snær og Hörður Fannar 5 hvor, Jónatan 4 (2 úr vítum), Anton og Oddur með 3 hvor, Gústaf, Hreinn og Rúnar með 1 mark hver.

Hafþór varði 4 skot en Hörður Flóki 8.

Liðið situr nú eitt í toppsæti N1 deildarinnar og ljóst að það er ekki fyrir neina heppni eða tilviljun, liðið er einfaldlega frábært og þegar baráttan og stemmingin bætist við er það einfaldlega illviðráðanlegt.

Staðan í N1-deildinni eftir leiki kvöldsins er þannig:
Nr. FélagLeikir U J TMörkHlutfallStig-
1. Akureyri8602225 : 2131212:4
2. Valur8431224 : 1923211:5
3. FH8422240 : 233710:6
4. Fram7322196 : 19248:6
5. HK8323207 : 217-108:8
6. Haukar7304196 : 18886:8
7. Stjarnan6123149 : 160-114:8
8. Víkingur8017207 : 249-421:15

,,Þetta var frábær sigur og sérlega sæt hefnt eftir að hafa tapað fyrir þeim tvívegis í vetur," sagði Árni Þór Sigtryggsson við mbl.is. ,,Ég er stoltur af okkur að hafa komið til baka eftir að hafa lent fimm mörkum undir. FH er klárlega með frískari stráka en við en við innbyrtum sigurinn með mikilli seiglu í lokin. Sóknarleikurinn var agaður í seinni hálfleik og við náðum upp mikilli baráttu og stemningu. Við höldum okkur alveg á jörðinni þrátt fyrir þennan sigur. Það er bara gamla góða klisjan, einn leik í einu eða kannski bara eina sókn í einu," sagði Árni Þór.


Árni brýst í gegn og skorar eitt af 11 mörkum sínum
Í baksýn er Árni Stefánsson í símanum að mata Beinu lýsinguna um gang leiksins (mynd visir.is)

Það er magnað að sjá hvernig strákarnir byggja upp stemmingu í liðinu fyrir leik en það er Jónatan Magnússon sem stjórnar leiknum. Að þessu sinni kom hann með þá nýjung að í stað þess að takast á og berja á hverjum öðrum föðmuðust menn og knúsuðust og fögnuðu síðan hverjum öðrum kröftuglega í leikmannakynningunni.

Eftir leikinn gafst enginn tími til að fagna, hvað þá að fara í sturtu og skipta um fatnað því liðið var að missa af fluginu til Akureyrar. „Við hlupum út í rútu og svo beint upp í vél þegar við komum á flugvöllinn. Við erum ennþá í búningunum," sagði Rúnar Sigtryggsson. „Lyktin var athyglisverð. Við vorum örugglega ekki vinsælustu farþegarnir í flugvélinni," bætti hann við í samtali við visir.is.

Hér er hægt að sjá gang leiksins

Tengdar fréttir

Við erum á toppi N1-deildarinnar í dag!

14. nóvember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Glaðir og sveittir leikmenn við komuna norður

Það urðu fagnaðarfundir á flugvellinum þegar síðasta flug frá Reykjavík lenti í gærkvöldi með leikmenn Akureyrar Handboltafélags innanborðs eftir frækinn útisigur í toppbaráttu N1 deildarinnar. Reyndar var eins og þeir væru að koma í stuðningsmannaherbergið í Höllinni eftir heimaleik, löðursveittir í búningunum því enginn tími gafst til að fara í sturtu eða hafa fataskipti til að ná fluginu norður eftir leikinn.

Eftir að hafa gefið stuðningsmönnum skýrslu um gang leiksins hröðuðu menn sér til síns heima til að komast í langþráð bað og í þurran fatnað enda ekki vanþörf á. Við náðum nokkrum myndum af glaðbeittum köppunum þar sem þeir biðu eftir farangrinum sínum.


Þorvaldur og Hafþór kampakátir við heimkomuna


Andri Snær í nýja fluggallanum


Rúnar náði að fara í úlpuna utanyfir æfingagallann



Aldi ætlar sér að sjálfsögðu ekkert annað en sigur í kvöld

13. nóvember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Tækifæri til að kvitta fyrir bikarleikinn - Valdi í Vikudegi

Línumaðurinn og reynsluboltinn Þorvaldur Þorvaldsson er í viðtali við Vikudag nú í dag og ræðir þar við Jón Stefán Jónsson um leikinn í kvöld. Jón spyr hvort hann sé ekki banginn að mæta FH-ingum eftir tapið á sunnudaginn? „Nei það er mjög gott að mæta þeim aftur svona snemma, því þá fáum við tækifæri á að kvitta fyrir bikarleikinn“, sagði Þorvaldur ákveðinn á svip.

Þorvaldur er sæmilega sáttur við gengi liðsins í deildinni þrátt fyrir að liðið hafi komið flestum handboltaspekingum á óvart í vetur með góðri spilamennsku. „Við byrjuðum illa en síðan þá eru komnir fimm deildarsigrar í röð og vonandi náum við að rífa okkur upp fyrir leikinn gegn FH og spila eins og menn, ég á ekki von á öðru en það gerist, stemmingin í hópnum er einstök.“

Hið góða gengi Akureyrar í deildinni hefur ekki komið Þorvaldi á óvart því hann vill meina að liðið sé vel mannað. Ungir og mjög efnilegir leikmenn í bland við eldri reynslubolta sé alltaf blanda sem vænleg sé til árangurs, ef liðið vinni sem ein heild og hafi gaman af. „Barátta og leikgleði skilar mönnum nefnilega ótrúlega langt.“


Okkar maður á staðnum mun lýsa í gegnum síma

13. nóvember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: FH - Akureyri í beinni textalýsingu

Þá er komið að leikdegi hjá Akureyri Handboltafélagi. Strákarnir héldu suður á bóginn um klukkan 16:40 og leika við FH í Kaplakrika og þarf ekki að efast um að það verður hörkuleikur þar sem bæði liðin munu selja sig dýrt til að halda toppsæti deildarinnar.

Leikurinn sjálfur hefst klukkan 19:30 og að sjálfsögðu ætlum við að bjóða stuðningsmönnum sem ekki eiga heimangegnt á leikinn upp á beina lýsingu frá leiknum hér á síðunni og hefst hún rétt fyrir leik.

Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.

Smellið hér til að opna Beina Lýsingu

Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist sjálfvirkt á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 19:30 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.


Við heimsækjum FH öðru sinni í dag

13. nóvember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: Útileikur gegn FH í Kaplakrika

Akureyrarliðið fer aðra ferð í Hafnarfjörðinn í dag og mætir FH öðru sinni í Kaplakrikanum klukkan 19:30. Að þessu sinni er um að ræða útileik í N1 deildinni og ljóst að það lið sem fer með sigur af hólmi verður eitt á toppnum í deildinni að honum loknum. Akureyrarliðið er staðráðið í að gleyma seinni hálfleik bikarleiksins á sunnudaginn og gefa allt í þennan leik enda förum við í alla leiki til að sigra.

Það er ljóst að leita verður allra leiða til að stöðva skytturnar þrjár í FH liðinu, þá Aron, Ólaf og Ásbjörn sem fengu að leika alltof lausum hala í síðasta leik og því fór sem fór. Aron skoraði þá 12 mörk, Ólafur 7 og Ásbjörn 6..

Handbolti.is birti á laugardaginn lista yfir tólf markhæstu menn N1 deildarinnar og þar er einmitt áðurnefndur Aron Pálmason efstur á blaði en bæði Akureyri og FH eiga tvo menn á þessum lista, en röðin er sem hér segir:

LeikmaðurFélagMörk
Aron PálmasonFH59
Valdimar ÞórssonHK53
Rúnar KárasonFram52
Sigurbergur SveinssonHaukar46
Sverrir HermannsonVíkingur41
Fannar FriðgeirssonStjarnan37
Andri Snær StefánssonAkureyri37
Ólafur GuðmundssonFH37
Árni SigtryggsonAkureyri36
Arnór GunnarssonValur33
Baldvin ÞorsteinssonValur33
Andri Berg HaraldssonFram33


Ef við lítum á markaskorun Akureyrarliðsins í N1-deildinni hafa mörkin dreifst sem hér segir:

LeikmaðurMörk
Andri Snær Stefánsson37
Árni Sigtryggson36
Jónatan Magnússon34
Oddur Gretarsson27
Hörður Fannar Sigþórsson16
Heiðar Þór Aðalsteinsson11
Þorvaldur Þorvaldsson9
Rúnar Sigtryggsson6
Anton Rúnarsson5
Hreinn Hauksson3
Gústaf Línberg2
Elfar Halldórsson2
Atli Ævar Ingólfsson1

En aftur að leik dagsins. Það er farið að vekja mikla athygli hve öflugir stuðningsmenn Akureyrarliðsins hafa verið á síðustu útileikjum og nú heitum við á alla sem vettlingi geta valdið til að leggjast á eitt með liðinu til að knýja fram sigur á FH það er allavega á hreinu að leikmenn Akureyrar ætla ekki að fara suður í dag til þess að tapa þriðja leiknum gegn FH á þessu tímabili.

Nú verða menn að halda einbeitingu allan leikinn því að með leikgleðinni og stemmingunni sem einkennir liðið eru því allir vegir færir og þegar bestu áhorfendur landsins mæta einnig til leiks eru allar horfur á að ævintýrin haldi áfram að gerast.


Góður hópur áhorfenda var á bandi Akureyrar og lét vel í sér heyra á sunnudaginn. mynd: Steinn Vignir sport.is


Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson