Warning: Undefined array key "frettanr" in /web/akhandadmin/public_html/index.php on line 15
Tap gegn HK í hörkuleik - skondin staða í N1 deildinni - Akureyri Handboltafélag
  Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan





Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 26

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 26

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 40

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 42

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 43

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 43

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 44

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 44

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 45

Warning: Undefined array key -1 in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 46

Warning: Trying to access array offset on value of type null in /web/akhandadmin/public_html/leikjaefnishaus.php on line 46
     -    ()
klukkan:
Dómarar:
Umfjöllun

Jónatan fór fyrir sínum mönnum í dag
Flóki var seigur í markinu



11. desember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Tap gegn HK í hörkuleik - skondin staða í N1 deildinni

Það var hart tekist á í Digranesinu í kvöld þegar Akureyri mætti til leiks gegn HK. Strákarnir mættu ákveðnir til leiks staðráðnir í að rífa sig upp eftir slæm töp í síðustu tveim leikjum. Það voru þó heimamenn sem byrjuðu betur og komust í 3-0 og það var ekki fyrr en eftir fimm mínútna leik sem Jónatan braut ísinn með fyrsta marki Akureyrar. Leikur okkar manna var alls ekki nægilega góður fyrstu tíu mínútur leiksins, hvorki í vörn eða sókn og Hafþór fann sig ekki í markinu. Staðan orðin 8-4 fyrir HK.

Vörnin fór þó skánandi og Hörður Flóki kom í markið og tók nokkra fína bolta en þó hélt HK þessari 3-4 marka forystu allt þar til að 25 mínútur voru eftir að munurinn var kominn niður í tvö mörk 11-9. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks fóru hins vegar nokkur afbragðs færi forgörðum og HK fór með fjögurra marka forystu í hálfleik 14-10.

Sveinbjörn Pétursson í marki HK reyndist okkar mönnum erfiður, enda gjörþekkir hann sína gömlu félaga. Þá átti Akureyringurinn Ragnar Snær Njálsson góða endurkomu í HK liðið eftir langvarandi meiðsli og skoraði þrjú mörk á okkur.

Upphaf seinni hálfleiks var ekki eins og menn óskuðu sér, HK skoraði fyrstu tvö mörkin og náði þar með sex marka forystu 16-10 og útlitið dökkt. En okkar menn sýndu mikinn karakter og með frábærum kafla tókst þeim að jafna leikinn í 20-20 þegar tæpar níu mínútur voru eftir af leiknum.

En því miður tókst ekki að halda þessum fína kafla áfram og HK reyndust sterkari á lokasprettinum og sigruðu 25-21 þar sem Akureyri skoraði ekki mark á síðustu sjö mínútum leiksins.

Þrátt fyrir þetta tap voru margvísleg batamerki á liðinu frá síðustu tveim leikjum. Jónatan var yfirburðamaður í liðinu í dag, skoraði tíu mörk og mataði Hörð Fannar og Þorvald vel á línunni sem skilaði ófáum mörkum og vítaköstum.

Mörk Akureyrar: Jónatan 10 (5 víti), Hreinn og Hörður Fannar 3 hvor, Andri Snær og Anton 2 hvor og Þorvaldur 1.

Hafþór byrjaði í markinu fyrstu fjórtán mínúturnar en fann sig ekki og varði einungis eitt skot á þeim tíma. Hörður Flóki kom þá inná og varði alveg þokkalega, a.m.k. tíu skot og þar af eitt vítakast.

Oddur virðist ekki ná sér á strik þessa dagana en vonandi er það eitthvað sem hrekkur í samt lag í næsta leik. Einnig er það ljóst að liðið saknar Árna Sigtryggssonar en þess er vænst að hann verði klár í næsta deildarleik sem er reyndar ekki fyrr en 22. janúar.

Hér er hægt að skoða gang leiksins

Eftir leiki dagsins er staðan í N1 deildinni ákaflega athyglisverð, Valur er á toppnum með 15 stig en síðan koma fimm lið öll með 12 stig. Til að raða þeim í sæti má segja að þá sé stillt upp móti þar sem einungis þeirra leikir eru skoðaðir. Þá kemur í ljós að HK hefur fengið 9 stig út úr leikjum þessara fimm liða, Akureyri, Haukar og Fram hafa 6 stig og FH 5 stig. Því þarf að líta á innbyrðis úrslit Akureyri, Hauka og Fram og út úr þeim hafa Haukar 4 stig en Akureyri og Fram 2 stig en þar sem Akureyri sigraði Fram í þeirra leik raðast Akureyri ofar en Fram sem stendur.

Þess ber þó að geta að Fram á eftir að spila tvo leiki, gegn Stjörnunni og Víkingi og Haukar eiga eftir leik gegn Stjörnunni.

Staðan í deildinni í dag er því sem hér segir:
Nr. FélagLeikir U J TMörkHlutfallStig-
1. Valur11632307 : 2634415:7
2. HK11524292 : 299-712:10
3. Haukar10604288 : 2602812:8
4. Akureyri11605288 : 299-1112:10
5. Fram9522254 : 245912:6
6. FH11524322 : 322012:10
7. Stjarnan9225225 : 237-126:12
8. Víkingur10019257 : 308-511:19

Ef Fram fær ekkert stig úr þessum tveim leikjum heldur Akureyri fjórða sætinu en falla annars niður í það fimmta.


Athyglisverð mynd úr leiknum, hér er Arnar Sæþórsson að brjótast í gegnum Akureyrarvörnina, Ragnar Snær Njálsson fylgist með sínum manni en báðir léku þeir með KA á sínum tíma þannig að hér eru eintómir norðanmenn á ferðinni. (mynd: mbl.is)


Jónatan sækir að HK vörninni. (mynd: mbl)


Tengdar fréttir

Sendum Hafþóri og strákunum stuðningskveðjur í leikinn

11. desember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: HK - Akureyri í beinni textalýsingu

Í dag er stór dagur í handboltanum, heil umferð í N1 deild karla og fá leikmenn Akureyrar það hlutverk að heimsækja HK í Digranesið í Kópavogi. Það verður mikil áskorun fyrir Akureyri að rífa sig upp eftir tvö töp en liðið hefur sýnt að það getur gert ótrúlegustu hluti þegar sá gállinn er á því og auðvitað mæta menn af fullum krafti í þennan leik.

Stuðningsmenn Akureyrarliðsins á suðvesturhorninu hafa staðið rækilega við bakið á liðinu í síðustu útileikjum og nú heitum við á alla að mæta í Kópavoginn í kvöld og halda uppi stemmingu og gleði með strákunum.

Að sjálfsögðu stefnum við á að leiknum verði lýst hér á síðunni fyrir okkar frábæru stuðningsmenn sem ekki eiga kost á því að mæta á leikinn. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og hefst lýsingin rétt fyrir leik.

Það er virkilega auðvelt að fylgjast með leiknum í gegnum Beinu Lýsinguna.

Smellið hér til að opna Beina Lýsingu

Beina Lýsingin opnast í nýjum glugga sem uppfærist sjálfvirkt á 15 sekúndna fresti. Það er því ekkert mál að fylgjast með. Leikurinn hefst eins og fyrr kom fram klukkan 19:30 og við hvetjum alla til að fylgjast vel með.


Þorvaldur er klár í slaginn gegn HK

10. desember 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar

Allt undir þegar HK og Akureyri mætast í Kópavogi

Á morgun fimmtudag er komið að síðasta leik Akureyrar Handboltafélags fyrir jól þegar liðið heldur í Kópavoginn og mætir öflugu liði HK. Liðin mættust síðast í 4. umferð N1-deildarinnar hér í Höllinni þann 9. október og lauk þeim liðið með stórsigri Akureyrar 30-21. það er viðbúið að HK piltar ætli sér að hefna grimmilega fyrir þann leik enda höfðu ýmsir þeirra orð á því eftir þann leik að þeir skulduðu stuðningsmönnum og aðstandendum liðsins afsökunarbeiðni fyrir slaka frammistöðu.

Leikmenn Akureyrar þurfa því heldur betur að mæta einbeittir til leiks og rífa aftur upp leikgleðina og baráttuna sem hefur verið aðall liðsins eftir óþarfa töp í síðustu tveim leikjum. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum er Þorvaldur Þorvaldsson klár í slaginn á morgun en hann missti af síðasta leik vegna meiðsla. Árni Sigtryggsson verður væntanlega liðsstjóri á bekknum enda ekki leikfær en að öðru leiti eru leikmenn í fínu standi.

Svo við rifjum upp lið andstæðinganna þá fer þar fremstur í flokki markakóngur N1 deildarinnar Valdimar Þórsson sem er einn aleitraðasti sóknarmaður landsins og hreint út sagt frábær leikmaður. Einnig hefur Gunnar Steinn Jónsson verið iðinn við markaskorunina í síðustu leikjum. Þá eru í liði HK nokkrir góðkunningjar okkar Akureyringa. Fyrstan skal þar nefna markvörðinn Sveinbjörn Pétursson (Bubba) sem stóð í marki Akureyrar í fyrra og hitteðfyrra. Varnarjaxlinn Sverre Andreas Jakobsson sem er uppalinn KA maður eins og línumaðurinn Arnar Þór Sæþórsson. Þá er ekki ólíklegt að vinstri skyttan Ragnar Snær Njálsson verði í hóp á morgun en Ragnar er allur að koma til eftir langvinn meiðsli og aðgerðir.


Akureyringarnir í liði HK

Það er ljóst að Akureyringar verða að taka á öllu sínu, jafnt innan vallar sem á áhorfendapöllunum til að knýja fram sigur á fimmtudaginn, við tökum bara einn leik í einu og förum í hann eins og hann sé okkar síðasti leikur.

Til baka    Senda á Facebook

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson