Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfrćđi  -  Höllin  -  Lagiđ  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Farsímaútgáfa - Senda skilabođ - Vefur KA - Vefur Ţór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Nćstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Ţri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Miđ. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin stađan

Ungmennaliđ karla
Nćstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin stađan
Sjá tölfrćđi leiksins 
    Akureyri U - ÍR  24-27 (10-14)
1. deild karla
Höllin Akureyri
Lau. 29. okt. 2016 klukkan: 15:00
Dómarar: Heimir Örn Árnason og Sigurđur Hjörtur Ţrastarson
Umfjöllun

Garđar Már og Birkir voru drjúgir í dag29. október 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar
Ungmennaliđiđ veitti ÍR-ingum harđa keppni
Dágóđur hópur kom til ađ fylgjast međ Ungmennaliđi Akureyrar taka á móti stórliđi ÍR í dag. ÍR ingar léku sem kunnugt er í Olís deildinni á síđasta tímabili og ćtla sér klárlega ađ komast ţangađ sem fyrst aftur.

Ungmennaliđ Akureyrar bar enga sérstaka virđingu fyrir Breiđhyltingum og veitti harđa mótspyrnu. Jafnt var á öllum tölum upp í stöđuna 6-6 en ţá fyrst náđi ÍR tveggja marka forskoti. Mestur varđ munurinn fjögur mörk í fyrri hálfleiknum, 8-12 fyrir ÍR sem hélt ţeim mun, 10-14 í hálfleik. Arnór Ţorri Ţorsteinsson var drýgstur Akureyringa í fyrri hálfleik međ fjögur mörk en í liđi ÍR var Aron Örn Ćgisson illviđráđanlegur, skorađi fimm mörk. Á tímabili var Aron eini ÍR-ingurinn sem kom boltanum í netiđ ţví mörkin hans komu öll í röđ en hann skorađi 5. til 9. mark liđsins.

ÍR-ingar komu öflugir til leiks í seinni hálfleiknum og höfđu náđu ađ byggja upp átta marka forystu ţegar tólf mínútur voru til leiksloka. Akureyrarliđinu tókst ađ loka algjörlega á Aron Örn sem skorađi hreinlega ekki mark eftir fimm marka rispuna sem hann tók í fyrri hálfleik. Ţađ var hins vegar Jón Kristinn Björgvinsson sem tók viđ og skorađi líka fimm mörk í röđ fyrir ÍR, flest úr hrađaupphlaupum, stađan orđin 16-24.

En Akureyrarstrákarnir lögđu ekki árar í bát og međ frábćrri baráttu lokuđu ţeir vörninni og markinu á međan ţeir skoruđu sex mörk í röđ, munurinn kominn í tvö mörk, 22-24 og rafmögnuđ spenna komin í húsiđ. Akureyri fékk tćkifćri til ađ minnka muninn enn frekar en ÍR-ingar stóđust áhlaupiđ og međ síđasta marki leiksins tryggđu ţeir sér ţriggja marka sigur 24-27.

Ungmennaliđiđ getur veriđ stollt af sínum leik í dag, ekki síst ţegar horft er til ţess ađ nokkrir öflugir leikmenn gátu ekki tekiđ ţátt í leiknum, Brynjar Hólm Grétarsson, Hafţór Vignisson og Patrekur Stefánsson voru ekki leikfćrir í dag en ţeir hafa veriđ lykilmenn í liđinu. Arnór Ţorri Ţorsteinsson var atkvćđamestur í fyrri hálfleiknum en Garđar Már Jónsson átti stórleik í seinni hálfleiknum.

Mörk Akureyrar: Birkir Guđlaugsson 6 (1 úr víti), Garđar Már Jónsson 5, Arnór Ţorri Ţorsteinsson 4, Almar Blćr Bjarnason 3, Vignir Jóhannsson 3, Arnar Ţór Fylkisson 1, Jóhann Einarsson 1 og Kristján Helgi Garđarsson 1 mark.
Í markinu stóđ Arnar Ţór Fylkisson og varđi 13 skot auk ţess ađ skora eitt eins og sést hér ađ ofan.

Mörk ÍR: Jón Kristinn Björgvinsson 9, Aron Örn Ćgisson 5, Davíđ Georgsson 3, Ingi Róbertsson 3, Arnar Guđmundsson 2, Eggert Jóhannsson 2, Sigurđur Óli Rúnarsson 2 og Valţór Guđrúnarson 1 mark.
Óđinn Sigurđsson stóđ í markinu, ţví miđur höfum viđ ekki tölu á vörđum skotum hjá honum en ÍR-ingar geta ţakkađ honum sigurinn ţví hann varđi eins og berserkur mestallan leikinn.

Nćsti leikur Ungmennaliđsins verđur athyglisverđur en föstudaginn 11. nóvember er komiđ ađ Akureyrarslag ţegar strákarnir eiga útileik gegn Hömrunum.

Tengdar fréttir

Arnţór Gylfi Finnsson verđur á sínum stađ međ ungmennaliđinu

28. október 2016 - Akureyri handboltafélag skrifar
1. deild: Akureyri U gegn ÍR í Höllinni á laugardag

Á laugardaginn klukkan 15:00 tekur Ungmennaliđ Akureyrar á móti ÍR en sá leikur er liđur í 1. deild karla. Ungmennaliđiđ vann frćkinn útisigur á Mílunni í síđustu umferđ og verđur fróđlegt ađ sjá hvernig ţeim gengur gegn sögufrćgu liđi ÍR.

Ţađ er óhćtt ađ segja ađ nokkur tengsl séu á milli ÍR og Akureyrar ţví ÍR liđiđ leikur undir stjórn Bjarna Fritzsonar, fyrrum leikmanns og ţjálfara Akureyrar. Fyrir ţetta tímabil fengu ÍR-ingar góđan liđsstyrk héđan ađ norđan ţegar Halldór Logi Árnason og Valţór Guđrúnarson gengu til liđs viđ Bjarna Fritz.


Bjarni Fritzson, Halldór Logi og Valţór Atli í Akureyrarbúningunum haustiđ 2013

Leikurinn verđur í Íţróttahöllinni og hefst klukkan 15:00, ţađ er frítt á leikinn.

Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson