Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfrćđi  -  Höllin  -  Lagiđ  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Farsímaútgáfa - Senda skilabođ - Vefur KA - Vefur Ţór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Nćstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Ţri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Miđ. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin stađan

Ungmennaliđ karla
Nćstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin stađan
Sjá tölfrćđi leiksins 
    Akureyri U - HK  31-31 (14-16)
1. deild karla
Höllin Akureyri
Lau. 11. feb. 2017 klukkan: 13:30
Dómarar: Arnór Jón Sigurđsson og Bjarki Bóasson
Umfjöllun

Arnór Ţorri og Sigţór Gunnar báđir međ átta mörk í dag11. febrúar 2017 - Akureyri handboltafélag skrifar
Akureyri U: Hörkuleikur og jafntefli gegn HK
Ţađ var háspennuleikur í Íţróttahöllinni í dag ţegar Akureyri U tók á móti HK í 1. deild karla. Bćđi liđ međ svipađa liđskipan og ţegar ţau mćttust í bikarleik 2. flokks í gćr. Ţó komu nokkrir eldri reynsluboltar inn í bćđi liđ og settu mark sitt á leikinn.

HK fór betur af stađ og var komiđ međ fjögurra marka forskot 2-6 eftir rúmlega fimm mínútna leik. Akureyrarliđiđ gafst ekki upp og minnkađi muninn í eitt mark 7-8 og komst í kjölfariđ yfir í stöđunni 11-10. Allt var í járnum í kjölfariđ en HK leiddi 14-16 í hálfleik međ ţví ađ skora síđustu ţrjú mörkin.

Fjöriđ hélt áfram í seinni hálfleiknum en međ frábćrum kafla náđi Akureyrarliđiđ ţriggja marka forskoti 22-19 og bćttu raunar um betur og stađan orđin 24-20 eftir ţrettán mínútna leik.


Arnar Ţór Fylkisson stóđ fyrir sínu um helgina

HK lagđi ţó ekki árar í bát og minnkađi muninn í eitt mark. Akureyri hélt frumkvćđinu og virtist ćtla ađ tryggja sér bćđi stigin úr leiknum en heppnin var međ HK sem náđi ađ jafna í 31-31 um leiđ og leiktíminn rann út.
Engu ađ síđur sterkt hjá Ungmennaliđinu ađ taka stig af HK sem er í toppbaráttunni.

Arnţór Ţorri Ţorsteinsson og Sigţór Gunnar Jónsson fóru fyrir Akureyrarliđinu í markaskorun međ átta mörk hvor. Ţá var Elvar Reykjalín traustur í vinstra horninu og Arnţór Gylfi Finnsson og Garđar Jónsson skiluđu sínu vel á lokamínútunum.

Hjá HK var ţađ fyrst og fremst skyttan Svavar Kári Grétarsson sem sá til ađ HK fćri ekki tómhent suđur eftir helgina en Svavar var algjör yfirburđamađur í liđinu međ tólf mörk.

Mörk Akureyri U: Arnór Ţorri Ţorsteinsson 8, Sigţór Gunnar Jónsson 8, Arnţór Gylfi Finnsson 5, Elvar Reykjalín 4, Garđar Már Jónsson 4, Aron Tjörvi Gunnlaugsson 1 og Heimir Pálsson 1 mark úr víti.
Arnar Ţór Fylkisson var međ fína takta í markinu en hann varđi fjórtán skot. Ţađ var ánćgjulegt ađ markvörđurinn Bernharđ Anton Jónsson var á skýrslu í dag í fyrsta sinn eftir ađ hafa hlotiđ alvarleg augnmeiđsli í upphafi tímabilsins.

Mörk HK: Svavar Kári Grétarsson 12, Kristófer Dagur Sigurđsson 4, Arnţór Ingi Ingvason 3, Bjarki Finnbogason 3, Egill Björgvinsson 3, Kristján Ottó Hjálmsson 3, Jósef Samir Ómarsson 2 og Elías Björgvin Sigurđsson 1 mark.

Nćsti leikur Ungmennaliđsins er heimaleikur gegn Mílunni laugardaginn 18. febrúar.


Tengdar fréttir

Arnar Ţór Fylkisson hefur variđ mark beggja flokka Akureyrar

9. febrúar 2017 - Akureyri handboltafélag skrifar
Tveir ungmennaleikir í Höllinni um helgina
Ţađ er óhćtt ađ segja ađ ungu mennirnir hjá Akureyri eigi sviđsljósiđ um helgina ţar sem bćđi 2. flokkur og Ungmennaliđ Akureyrar leika tvo afar mikilvćga leiki.

Föstudagur: Bikarleikur 2. flokks – 8 liđa úrslit
Strákarnir í 2. flokki hefja dagskrána en ţeir mćta HK í átta liđa úrslitum Coca Cola bikars 2. flokks klukkan 20:30 á föstudagskvöldiđ. Akureyrarliđiđ vann Aftureldingu 29-28 í miklum slag í bikarnum en HK vann Hauka, sömuleiđis međ einu marki, 21-20.
Viđ hvetjum alla til ađ koma og styđja strákana í bikarslagnum á föstudagskvöldiđ enda er allt undir í bikaleikjum. Ţađ er frítt inn á leikinn sem hefst í Íţróttahöllinni klukkan 20:30.

Laugardagur: Akureyri U í 1. deild karla
Á laugardaginn er síđan komiđ ađ Ungmennaliđi Akureyrar og HK ađ reyna međ sér í 1. deild karla. Viđbúiđ er ađ hjá báđum liđum komi margir viđ sögu í báđum leikjunum. Fyrir leikinn er Akureyri U í 9. sćti deildarinnar međ 11 stig eftir 15 leiki en HK situr í 4. sćti međ 19 stig eftir 14 leiki.

HK er í harđri samkeppni um ađ komast í umspil um sćti í Olísdeildinni nćsta tímabil og munu ţví örugglega leggja allt í leikinn. Samkvćmt reglum fá Ungmennaliđin í deildinni ekki ađ vinna sig upp um deild en engu ađ síđur mun Akureyrarliđiđ mćta af fullum krafti til leiks enda fá strákarnir ţarna dýrmćtt tćkifćri til ađ sćkja reynslu sem nýtist ţeim í baráttunni um sćti í meistaraflokknum.

Ţađ er ljóst ađ einn leikmađur Ungmennaliđsins verđur í leikbanni í laugardagsleiknum, Vignir Jóhannsson tekur út refsingu frá síđasta leik en hann mun geta leikiđ međ 2. flokki á föstudagskvöldiđ.

Viđ hvetjum alla til ađ mćta í Höllina, á báđa leikina og styđja viđ bakiđ á framtíđarleikmönnum Akureyrar.


Til baka

Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson