 Sveinbjörn er á leiðinni til Noregs
| | 21. maí 2007 - ÁS skrifar
U-19: Sveinbjörn fer til NoregsÍslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri mun fara til Noregs um næstu helgi til að leika á Norðurlandamóti. Valinn hefur verið lokahópur með 16 leikmönnum og er markvörðurinn knái frá Akureyri, Sveinbjörn Pétursson, í hópnum. Mjög gaman verður að sjá hvernig liðið stendur sig en á mótinu verða lið frá Svíþjóð, Noregi, Danmörku og Finnlandi. Þjálfari er að vanda Heimir Ríkarðsson.
Heimasíðan óskar Sveinbirni hjartanlega til hamingju og óskar landsliðinu góðs gengis í Noregi. |