Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Baráttuandinn til staðar
5. október 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar
Leikmenn hrærðir – Takk fyrir frábæran stuðning!
Þorvaldur Þorvaldsson leikmaður Akureyrarliðsins sendi Heimasíðunni pistil í morgun, fyrir hönd allra leikmanna liðsins. Þar færir hann stuðningsmönnum Akureyrar innilegar þakkir fyrir frábæra frammistöðu í gærkvöldi.
Pistill Valda er svohljóðandi:
Það er óhætt að segja að úrslit gærdagsins hafi verð vonbrigði fyrir okkur leikmenn sama og ykkur áhorfendur. Við höfum ekki farið vel af stað í deildinni til þessa og tvö stig úr fjórum leikjum er rýr uppskera. Við leikmenn erum þó engan veginn lagstir í volæði og vonleysi og erum staðráðnir í að standa saman og koma til baka sterkari.
Við vorum andlausir í leikjunum við Fram og HK. Í gær hins vegar þá var baráttuandinn til staðar og ekkert nema óheppni og pínu klaufaskapur sem varð til þess að okkur tókst ekki að sigra. Stemmningin í húsinu var rosaleg og minnti mann á "gömlu góðu" dagana sem svo margir minnast og tala um. Þið áhorfendur voruð frábærir og fundum við vel fyrir ykkar stuðningi. Þegar að lætin í húsinu eru eins og þau voru í gær er ekkert grín að spila á móti okkur, þó svo að við hefðum verið sigraðir í gær, en ég er sannfærður að töpin verði ekki mörg í vetur ef þið haldið ykkar striki, og við bætum leik okkar.
Pétur kynnir hefur reynst okkur vel í gegnum tíðina og er hans starf seint nógu vel þakkað. Það er mikill hugur í mönnum í kringum liðið sem eru að sjá til þess að skapa góða umgjörð á heimaleikjunum og ef áframhaldið verður eins og það er búið að vera á fyrstu tveimur leikjunum þá verður gaman að koma á leiki hjá okkur. Við erum nú eitt lið, Akureyri, og eigum fullt af stuðningsmönnum og hvetjum við alla til að fylgjast með og mæta á leiki.
Eins og ég sagði hér fyrr, þá erum við hvergi hættir. Menn eru í þessu til að ná árangri, og ætlum við okkur stóra hluti í vetur. Þetta er langt mót og bara nýbyrjað. Það er ljóst að til þess að vinna leiki þá þarf allt að haldast í hendur, báráttuandi, leikgleði, góðir áhorfendur og svo náttúrlega góður handbolti. Það hlýtur eitthvað að vera gaman við þetta fyrst að maður er að spila sitt 19 tímabil :-)
Við spilum á sunnudaginn næsta leik á Selfossi í bikarnum og er takmarkið að vinna þann leik og nota hann til að snúa gengi okkar aftur á rétta braut. Við viljum líka skora á stuðningsmenn okkar sem búsettir eru í Reykjavík að standa með okkur og fara að mæta á leiki í borginni. Ég geri mér þó grein fyrir því að útileikjaárangur okkar síðustu ár hefur vægast sagt verið slakur, en við ætlum að reyna snúa því við líka, með mikilli baráttu, samstöðu og ekki síst með hjálp ykkar...
Fyrir hönd leikmanna Akureyrar,
Þorvaldur Þorvaldsson
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson