Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Dóri fær ekki mörg tækifæri hjá Essen



19. október 2007 - Akureyri handboltafélag skrifar

"Okkar menn í útlandinu" – Halldór í varaliðið

Halldór Jóhan Sigfússon, fyrrverandi leikmaður KA, hefur verið færður úr leikmannahópi aðalliðs TuSEM Essen og æfir nú með varaliðinu. Dóri hefur leikið með Essen síðustu ár og lék stórt hlutverk þegar liðið tryggði sér sæti í þýsku 1. deildinni síðastliðinn í vetur. Á þessu keppnistímabili hefur hann hins vegar ekki fengið tækifæri, eftir að nýr þjálfari kom til starfa.

Á www.visir.is segir í morgun, og vitnað í Horst-Gerhard Edelmeier, framkvæmdarstjóra TuSEM að félagið vilji halda Dóra (og öðrum leikmanni sem einnig var settur niður í varaliðið) hjá félaginu og þeir verði kallaður aftur inn í aðalliðið þegar einhver meiðist þar, í síðasta lagi. “En þangað til eiga þeir heima í varaliðinu þar sem þeir geta æft og öðlast leikreynslu."
Þjálfari liðsins, Jens Pfänder, segir að leikmannahópur liðsins sé stór og að hann vilji fá rými til að hugsa sérstaklega vel um byrjunarliðshópinn.

Varalið TuSEM Essen leikur í hinni svokölluðu Verbandsliga, nánar tiltekið í riðli 2. Þar er liðið í sjötta sæti af fjórtán liðum, með fjögur stig eftir fjóra leiki.

  • Alfreð Gíslason stýrði sínum mönnum í Gummersbach til sigurs á Nordhorn í þýsku deildinni í gækvöldi, 34:32.
  • Hreiðar Levý Guðmundsson lék mjög vel í marki Sävehof sem tapaði í vikunni, 28:31, fyir Redbergslid á heimavelli í sænsku deildinni. Hreiðar varði 21 skot í leiknum. Redbergslid er efst í deildinni með 9 stig eftir 6 leiki, en Sävehof er í 5. sæti með 8 stig.
  • Elverum, sem Axel Stefánsson þjálfari, tapaði í vikunni 35:30 fyrir Runar í norsku deildinni. Samúel Ívar Árnason gerði 2 mörk fyrir Elverum. Liðið er nú í 10. sæti með 4 stig eftir 6 leiki.
  • Árni Sigtryggsson komst ekki á blað þegar lið hans, Granollers, tapaði fyrir Ólafi Stefánssyni og félögum í Ciudad Real í gærkvöldi í spænsku deildinni. Ciudad vann 30:28 í Granollers og er efst í deildinni.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson