Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Heimspekilegar vangaveltur hjá Andra Snæ
30. október 2008 - Akureyri handboltafélag skrifar
Viðtal við Stálmúsina - Andra Snæ Stefánsson
Í leikskrá Akureyrar Handboltafélags sem kom út í síðustu viku er m.a. viðtal við Andra Snæ Stefánsson og fer það hér á eftir.
- Hvernig líst þér á veturinn?
- Hann leggst mjög vel í mig. ég hef sjaldan fundið fyrir jafn miklum liðsanda og topp-móral eins og er í liðinu þetta árið. Það eru allir með sitt hlutverk á hreinu. Við höfum hlutina einfalda og erum tilbúnir að berjast fyrir næsta mann í hverjum einasta leik. Stefnan er að sjálfsögðu sett á sigur í hverjum einasta leik og síðan sjáum við þegar uppi er staðið hverju það skilar okkur.
- Nú byrjaðir þú snemma að spila með meistaraflokk og varst þá iðulega minntur á að þú værir mun yngri og minni en allir aðrir. Hvernig er að vera loksins kominn í eldri hluta liðsins?
- Ég lít nú ekki á mig sem gamlan leikmann en jú ég er orðinn 22 ára og tel mig vera kominn með fína reynslu í efstu deild. Það er bara gaman að því að suma yngstu leikmenn Akureyrar þjálfaði maður hér á árum áður en annars finn ég lítið fyrir þessu. Hópurinn er svo ótrúlega jafn og samstilltur, þannig að enginn er að spá í aldur hvers og eins nema þá kannski aldrinum hans afa (Þorvaldur Þorvaldsson, insk. blaðamanns). Ég er ekki einu sinni viss um að hann viti töluna á öllum þeim afmælisdögum sem hann er búinn að upplifa!
- Nú hafa Akureyringar verið duglegir að flykkjast á völlinn framan af vetri. Hvernig hefur þér liðið að spila fyrir fullri stúku í íþróttahöllinni?
- Þetta er náttúrulega bara tær snilld. Það gefur manni auka kraft að finna fyrir þessum stuðning Akureyringa. Það sást nú bara í síðasta heimaleik á móti HK að gestirnir voru hreinlega slegnir út af laginu af áhorfendum. Ég hef fulla trú á því að stemmingin haldist í vetur, enda bjóðum við alltaf upp á góða skemmtun þegar áhorfendur eru svona frábærir.
- Þú fullyrðir það?
- Ég fullyrði það. Heimavöllurinn verður okkar sterkasta vígi í vetur og klárt mál að ekkert lið kemur hingað til að sækja stig á móti okkur í þessari ljónagryfju sem við, ásamt þessum frábæru áhorfendum eru búnir að mynda.
- Eitthvað að lokum?
- Munið bara að þær hugsanir sem geta orðið að veruleika eru ekkert nema hugsanir í boðskiptakerfi heilans í augnablikinu. Hver veit, þegar fram líða stundir hvort að hugsanir geti orðið að veruleika. Maður þarf að sjá fram á veginn en samt einbeita sér að núinu. Maður má aldrei gleyma því hvaðan maður kom en þó ekki láta það hafa áhrif á hver maður er né hvert maður er að fara. Málið er að leggja sig fram í því sem maður tekur sér fyrir hendur, eins vel og maður getur. Óháð því hvað maður græðir á því persónulega. Því ef maður leggur sig alltaf fram þá græðir maður á því á einn eða annan hátt og það er lífið.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson