Fréttir
-
Leikir tímabilsins
-
Leikmenn
-
Stjórn
-
Saga og tölfræði
-
Höllin
-
Lagið
-
Myndir
-
Myndbönd
-
Tenglar
Veldu leiktímabil
2016-17
2015-16
2014-15
2013-14
2012-13
2011-12
2010-11
2009-10
2008-09
2007-08
2006-07
-
Úrvalsdeild karla
-
Senda skilaboð
-
Vefur KA
-
Vefur Þór
-
Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri
28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri
22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan
Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U
35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR
34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan
Fréttir
Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar!
Spurning hvernig Ágúst tekur sig út í ÍR-gallanum
18. nóvember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar
2. flokkur spilar við ÍR á laugardag í Höllinni klukkan 14:00
Akureyrarliðið hefur farið vel af stað í vetur og er á toppi deildarinnar með 7 stig af 8 mögulegum. Á laugardaginn fá þeir Breiðhyltingana úr ÍR í heimsókn. ÍR hefur ekki vegnað vel í upphafi móts og tapaði fyrstu fjórum leikjum sínum en í síðasta leik snerist gæfan í lið með þeim og þeir sigruðu Hauka 25-23. Þess má geta að eina stigið sem Akureyri hefur tapað í ár var einmitt gegn Haukum.
Þjálfari ÍR liðsins er Akureyringurinn Bjarni Gunnar Bjarnason sem lék einmitt með liði Akureyrar fyrsta tímabil liðsins 2006-2007.
Bjarni Gunnar í leik með Akureyri á Sjallamótinu 2006
Með ÍR leikur góðkunningi okkar, Ágúst Stefánsson sem stundar nú háskólanám í Reykjavík. Ágúst hefur leikið með 2. flokki Akureyrar undanfarin ár.
Leikir Akureyrar og ÍR hafa stundum verið skrautlegir. Síðast þegar liðin mættust í Höllinni vann Akureyri yfirburðasigur en liðin áttu eftir að mætast í Breiðholtinu og þar virtist ÍR ætla að fara með öruggan sigur en með þrautseigju tókst Akureyri að jafna metin og skoruðu síðan sigurmarkið úr aukakasti eftir að leiktíma lauk og tryggðu þar með deildarmeistaratitilinn.
Árið áður mættust liðin tvívegis á tveim dögum. Akureyri vann fyrri leikinn mjög örugglega en tapaði síðan fyrir ÍR seinni leiknum.
Það er því ljóst að lið Akureyrar má ekki við neinu vanmati á laugardaginn.
Við bjóðum þá Bjarna Gunnar og Ágúst velkomna á heimaslóðir í drengilegan leik.
Fletta milli frétta
Til baka
Senda á Facebook
Umsjón og hönnun:
Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson