Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það verður efalaust mikill slagur í Framhúsinu í dag



19. nóvember 2009 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: Fram - Akureyri í beinni á SportTV og Greifanum

Í dag halda strákarnir suður og mæta Fram liðinu á heimavelli þeirra. Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá SportTV.is og hefst leikurinn klukkan 18:30 en útsendingin væntanlega tíu mínútum fyrr. Stuðningsmenn Akureyrar ætla að koma saman og horfa á útsendinguna á veitingahúsinu Greifanum og gæða sér á pizzum með.

Það skal ítrekað að útsendingin er á neðri hæð Greifans í sal sem kallast Stássið og skal bent á að gengið er inn í Stássið Glerárgötumegin (syðri dyrnar), en ekki um aðalinngang Greifans. Eins og áður segir felst aðgangseyrinn í því að kaupa pizzuhlaðborðið (1200 kr fyrir 12 ára og eldri en 500 fyrir 6-12 ára).

Hægt er að horfa á útsendinguna með því að smella hér.

Minnum á að með Fram-liðinu leika þrír Akureyringar, Halldór Jóhann Sigfússon leikstjórnandi, Magnús, stórskytta Stefánsson frá Fagraskógi og í haust bættist bróðir hans, Hákon Stefánsson í hópinn en hann var einmitt fyrirliði 2. flokks Akureyrar síðasta tímabil.

Við fundum þessar fínu myndir af þeim á heimasíðu Fram en það er athyglisvert hvað þeir hafa elst mikið við það koma í herbúðir Frammara, prófið að smella á myndirnar til að sjá fæðingardag þeirra!


Magnús Stefánsson


Hákon Stefánsson


Halldór Jóhann Sigfússon

Athugið að þetta er síðasti útileikur Akureyrar á árinu, næstu þrír leikir verða heimaleikir!
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson