Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Daníel, Stefán G og Jóhann Gunnarsson létu að sér kveða um helgina





4. september 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

Vinnusigur á ÍR í öðrum æfingaleik

Í dag mættust Akureyri og ÍR öðru sinni í æfingaleik. Leikurinn í dag var miklu jafnari en leikur liðanna í gær, munaði þar mestu að ÍR ingar voru miklu sprækari og baráttuglaðari en að sama skapi virtust heimamenn ekki alveg eins einbeittir og í gær.

Jafnt var á flestum tölum upp í 7-7 en þá tóku Akureyringar kipp og leiddu í hálfleik 12-9.

Akureyri hafði síðan þægilega forystu framan af seinni hálfleik, mest sex mörk í stöðunni 18-12 og seinna 23-17 en þá kom kafli þar sem ekkert gekk hjá liðinu og ÍR gekk á lagið og jafnaði leikinn í 23-23.

Akureyri komst þó á beinu brautina á ný, ekki síst fyrir magnaðan leik Heimis Árnasonar sem kláraði leikinn með tveim flottum mörkum og lokatölur 26-24 fyrir Akureyri.

Mörk Akureyrar skoruðu: Heimir Örn Árnason 6, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Oddur Gretarsson 4, Bjarni Fritzson 3, Geir Guðmundsson 3, Hörður Fannar Sigþórsson 3, Daníel Einarsson 2.

Sveinbjörn Pétursson stóð í markinu lengst af og varði 13 skot en Stefán Guðnason kom í markið síðustu 10 mínúturnar og varði 2 skot.

Leikmannahópurinn var sá sami og í gær og allir spreyttu sig í leiknum.

Dómgæslan í dag var í öruggum höndum Björns Óla Guðmundssonar og Sigurðar Þrastarsonar.


Jóhann Sævarsson (Árnasonar) var öruggur á klukkunni og sá um markatöfluna í leikjunum báðum, var reyndar með aðstoðarmann í gærkvöldi.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson