Daníel, Stefán G og Jóhann Gunnarsson létu að sér kveða um helgina
| | 4. september 2010 - Akureyri handboltafélag skrifarVinnusigur á ÍR í öðrum æfingaleikÍ dag mættust Akureyri og ÍR öðru sinni í æfingaleik. Leikurinn í dag var miklu jafnari en leikur liðanna í gær, munaði þar mestu að ÍR ingar voru miklu sprækari og baráttuglaðari en að sama skapi virtust heimamenn ekki alveg eins einbeittir og í gær.
Jafnt var á flestum tölum upp í 7-7 en þá tóku Akureyringar kipp og leiddu í hálfleik 12-9.
Akureyri hafði síðan þægilega forystu framan af seinni hálfleik, mest sex mörk í stöðunni 18-12 og seinna 23-17 en þá kom kafli þar sem ekkert gekk hjá liðinu og ÍR gekk á lagið og jafnaði leikinn í 23-23.
Akureyri komst þó á beinu brautina á ný, ekki síst fyrir magnaðan leik Heimis Árnasonar sem kláraði leikinn með tveim flottum mörkum og lokatölur 26-24 fyrir Akureyri.
Mörk Akureyrar skoruðu: Heimir Örn Árnason 6, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Oddur Gretarsson 4, Bjarni Fritzson 3, Geir Guðmundsson 3, Hörður Fannar Sigþórsson 3, Daníel Einarsson 2.
Sveinbjörn Pétursson stóð í markinu lengst af og varði 13 skot en Stefán Guðnason kom í markið síðustu 10 mínúturnar og varði 2 skot.
Leikmannahópurinn var sá sami og í gær og allir spreyttu sig í leiknum.
Dómgæslan í dag var í öruggum höndum Björns Óla Guðmundssonar og Sigurðar Þrastarsonar. Jóhann Sævarsson (Árnasonar) var öruggur á klukkunni og sá um markatöfluna í leikjunum báðum, var reyndar með aðstoðarmann í gærkvöldi.
|