Nú liggja fyrir niðurstöður í vali lesenda heimasíðunnar á kjöri leikmanns nóvembermánaðar. Alls bárust 383 atkvæði í kosningunni og fengu allir leikmenn úr leikmannahópi mánaðarins atkvæði. Þess ber að geta að Sveinbjörn Pétursson markvörður og leikmaður októbermánaðar var ekki kjörgengur að þessu sinni.
Það var enginn annar en fyrirliðinn, Heimir Örn Árnason sem bar sigur úr býtum að þessu sinni með 113 atkvæði eða 29,5% atkvæða. Stefán Guðnason markvörður á sér greinilega góðan hóp dyggra stuðningsmanna og hlaut 96 atkvæði eða 25,1% í öðru sæti. Frændurnir Guðmundur Hólmar Helgason og Geir Guðmundsson urðu í 3. og 4. sæti, Guðmundur með 60 atkvæði og Geir með 49. Aðrir fengu minna.
Hér má sjá hvernig atkvæði fjögurra efstu leikmanna dreifðust
Við óskum Heimi til hamingju með nafnbótina, hann er svo sannarlega ein traustasta stoð liðsins.
Við þökkum öllum sem tóku þátt í kjörinu, næsta verkefni verður svo að kjósa leikmann desembermánaðar en síðasti deildarleikur mánaðarins er 16. desember, og síðan tekur væntanlega við deildarbikarkeppnin milli jóla og nýárs.
Hér sjáum við svo nokkrar svipmyndir af Heimi í hita leiksins.
Heimir er ekkert lamb að leika við í vörninni - gegn HK 25. nóv
Heimir brýst í gegnum vörn HK og skorar þann 25. nóv
Heimir öryggið uppmálað í HK leiknum 25. nóv
Heimir maður leiksins gegn HK 25. nóv
Heimir stendur vaktina í vörninni gegn Selfossi 11. nóv. 2010