Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Það er mikilvægur leikur sem Akureyri leikur í kvöld

16. desember 2010 - Akureyri handboltafélag skrifar

Leikur dagsins: Haukar – Akureyri jafntefli 23-23

Því miður er beina útsendingin ekki að virka hjá Haukum en hér eru upplýsingar um gang leiksins.

Seinni hálfleikur hefst: 12-11, 12-12, 15-13 (40 mínútur), 16-16 (44 mín), 16-17, 18-17, 19-18, 20-20, 23-23 leiknum lokið.

Hálfleikur á Ásvöllum. Staðan er jöfn í miklum baráttuleik, 11:11, þar sem Akureyringar hafa verið skrefinu á undan. Birkir Ívar Guðmundsson hefur leikið best allra í fyrri hálfleiknum en hann varði 11 skot í hálfleiknum. Markahæstir Hauka: Guðmundur Á. Ólafsson 4/2, Tjörvi Þorgeirsson 2.
Markahæstir Akureyringa: Guðmundur H. Helgason 3 Bjarni Fritzson 3/2.

Gangur leiksins í fyrri hálfleik:
1-2, 3-3, 5-6 (15. mín), 6-8, 7-8(22 min), 9-9, 11-11 (hálfleikur)

Síðasta umferð N1 deildarinnar fyrir jól verður leikin í kvöld. Akureyri mætir Haukum á heimavelli þeirra að Ásvöllum í Hafnarfirði. Að sjálfsögðu hvetjum við stuðningsmenn okkar á höfuðborgarsvæðinu til að mæta á leikinn og hvetja strákana til sigurs.

Því miður virðist útsending þeirra Haukamanna ekki vera að gera sig. Þegar við hringdum í þá fyrir örfáum mínútum voru svörin á þá leið að betra væri að nota Firefox vafrann í stað Internet Explorer. En það virðist engu skipta. Það er þó rétt að halda áfram að reyna. Einnig skal bent á stopula lýsingu á mbl.is.

Fyrir þá sem ekki komast á leikinn getum við bent á að hann verður sýndur í beinni á vefnum og hefst útsendingin klukkan 18:15 en leikurinn sjálfur klukkan 18:30.

Smelltu hér til að sjá útsendinguna á Haukar-TV

Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir bæði liðin, Akureyri að sjálfsögðu til að halda toppsætinu en Haukar þurfa að sigur til að tryggja sér keppnisrétt í deildarbikarnum sem leikinn verður milli jóla og nýárs.

FH og HK eru einnig í sömu baráttunni en þau lið mætast einnig í kvöld og ljóst að sigurvegarinn í þeirri viðureign fer einnig í deildarbikarinn, sá leikur verður í beinni útsendingu á SportTV.is þannig að það verður nóg að gera fyrir áhugamenn að fylgjast með þessu öllu saman.

Stuðningsmannabolir til sölu á leiknum
Hægt verður að kaupa stuðningsmannaboli Akureyrar Handboltafélags á leiknum en Hlynur Jóhannsson verður með boli og posa á staðnum. Bolurinn kostar 4.000.- krónur og er að sjálfsögðu tilvalinn í jólapakkann í ár.


Flottir strákar í stuðningsmannabolunum

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson