Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Sveinbjörn er efstur á blaði í öllum flokkum markvörslunnar



16. maí 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Uppfærð tölfræði og sögulegar staðreyndir

Í upphafi síðasta keppnistímabils var takin saman áhugaverð tölfræði og sagnfræði yfir helstu met liðsins og einstakra leikmanna. Nú liggja fyrir niðurstöður tímabilsins 2010-2011 og búið að uppfæra síðuna í samræmi við nýjar staðreyndir.

Þar er t.d. hægt að sjá á einum stað yfirlit yfir leikjahæstu menn í sögu félagsins, hver er yngsti leikmaðurinn sem hefur klæðst búningi meistaraflokks og hver er sá elsti. Hverjir hafa verið iðnastir við markaskorun og markvörslu og hverjir hafa gengið harðast fram í vörninni svo eitthvað sé nefnt.

Sömuleiðis er hægt að sjá árangur liðsins á hverju keppnistímabili, stærstu sigra í sögunni, bestu leikmenn og þá efnilegustu svo dæmi séu tekin.

Ýmiss met voru slegin, liðið í heild náði sínum besta árangri í deildinni, úrslitakeppninni og bikarnum auk þess sem liðið hefur aldrei fengið eins fá mörk á sig í einstökum deildarleik. Þá voru leikmenn iðnir við að setja met. Hörður Fannar er orðinn leikjakóngur liðsins, og hefur leikið flest, raunar öll tímabil með liðinu.

Bjarni Fritzson skoraði fleiri mörk á tímabilinu en sést hefur áður, sömuleiðis varði Sveinbjörn Pétursson fleiri skot en nokkur markvörður liðsins hefur gert á einu tímabili.

Heimir Örn Árnason sló það vafasama met að láta reka sig útaf oftar en nokkur leikmaður á einu tímabili og Þorvaldur Þorvaldsson varð elsti leikmaður til að klæðast keppninsbúningnum í sögu liðsins.

Þetta og ýmislegt fleira er hægt að skoða á tölfræðistaðreyndasíðunni með því að smella á þessa mynd, sem er reyndar ávallt hér hægra megin á síðunni.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson