Til hamingju Sveinbjörn og Oddur!
| | 31. maí 2011 - Akureyri handboltafélag skrifarOddur og Sveinbjörn í landsliðshópnumÍslenska karlalandsliðið í handknattleik á fyrir höndum tvo mikilvæga leiki á næstu dögum. Þetta eru leikir í undankeppni Evrópumeistaramótsins 2012, útileikur gegn Lettum miðvikudaginn 8. júní og síðan heimaleikur gegn Austurríki 12. júní í Laugardalshöllinni. Ísland þarf sigur í báðum leikjunum til að komast í lokakeppnina sem verður í Serbíu.
Tveir leikmenn Akureyrar, þeir Oddur Gretarsson og Sveinbjörn Pétursson voru í dag valdir í 18 manna hópinn fyrir þetta verkefni. Íslenska liðið mun koma saman í Þýskalandi næstkomandi sunnudag til undirbúnings og heldur þaðan til Lettlands.Hópurinn er svipaður og gegn Þjóðverjum í mars nema hvað Kári Kristjánsson og Þórir Ólafsson eru ekki í hóp en í þeirra stað koma Arnór Þór Gunnarsson sem hefur leikið mjög vel með TV Bittenfeld í Þýskalandi og Ólafur Bjarki Ragnarsson úr HK sem var einmitt valinn besti maður Íslandsmótsins á dögunum.
Annars er íslenski hópurinn þannig skipaður: Markmenn: Björgvin Páll Gústavsson, Kadetten Hreiðar Leví Guðmundsson, Emsdetten Sveinbjörn Pétursson, Akureyri
Aðrir leikmenn: Alexander Petersson, Fücshe Berlin Arnór Atlason, AG Köbenhavn Arnór Þór Gunnarsson, TV Bittenfeld Aron Pálmarsson, Kiel Ásgeir Örn Hallgrímsson, Hannover-Burgdorf Guðjón Valur Sigursson, Rhein-Neckar Löwen Ingimundur Ingimundarson, AaB Oddur Gretarsson, Akureyri Ólafur Bjarki Ragnarsson, HK Ólafur Guðmundsson, FH Ólafur Stefánsson, Rhein-Neckar Löwen Róbert Gunnarsson, Rhein-Neckar Löwen Snorri Steinn Guðjónsson, AG Köbenhavn Sverre Jakobsson, Groswallstadt Vignir Svavarsson, Hannover-Burgdorf |