Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Norðlenska er öflugur stuðningsaðli AHF

16. ágúst 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Opna Norðlenska mótið 8. – 10. september

Líkt og síðasta haust verður haldið sterkt æfingamót hér í Íþróttahöllinni sem kennt er við Norðlenska. Sex lið taka þátt að þessu sinni, úrvalsdeildarliðin Akureyri, Afturelding, Haukar og Valur ásamt 1. deildarliðunum ÍR og Stjörnunni.

Hvert lið mun leika fjóra leiki, úrslit fyrstu leikjanna ráða riðlaskiptingu og að lokinni riðlakeppninni verður leikið um sæti.

Mótið hefst fimmtudaginn 8. september með þrem leikjum og ráða úrslit þeirra niðurröðun liðanna í riðlana tvo.
17:30AkureyriAftureldingLeikur 1
19:00ValurStjarnanLeikur 2
20:30ÍRHaukarLeikur 3


Vinningslið úr leikjum 1 og 2 og taplið úr leik 3 lenda saman í riðli 1 og hin liðin fara í riðil 2.

Föstudaginn 9. september fer riðlakeppnin fram og leika öll liðin tvo leiki.

Dagskrá föstudagsins er þannig:
13:00Tapliðið úr leik 1 (lið 1)Tapliðið úr leik 2 (lið 2)Leikur 4
14:30Sigurliðið úr leik 1 (lið 4) Tapliðið úr leik 3 (lið 6) Leikur 5
16:00Lið 1Sigurliðið úr leik 3 (lið 3) Leikur 6
17:30Sigurliðið úr leik 2 (lið 5)Lið 6Leikur 7
19:00Lið 2Lið 3Leikur 8
20:30Lið 4Lið 5Leikur 9

Laugardaginn 10. september lýkur mótinu með því að leikið verður um sæti.
11:00Leikur 5. sætiLeikur 10
12:30Leikur 3. sætiLeikur 11
14:00Leikur 1. sætiLeikur 12

Leikinn er fullur leiktími eða 2 x 30 mínútur.
Verðlaun veitt fyrir 1. sæti og einnig fá Besti markmaður, Besti varnarmaður, Besti sóknarmaður og Besti leikmaður mótsins viðurkenningar.

Leikmannakynning
Að loknum leik Akureyrar og Aftureldingar á fimmtudaginn verður árleg leikmannakynning félagsins.

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson