Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Síðasti leikdagur ferðarinnar

22. ágúst 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Þýskaland – dagur 4

Mánudagurinn hófst á rólegum nótum, morgunmatur klukkan 9:00 og menn gátu dundað við að pakka niður og ganga frá herbergjunum en brottför til Berlínar var klukkan 10:30. Rútuferðin tók um það bil þrár og hálfa klukkustund og var tíðindalítil.

Ekið var beint á sporthótelið sem er hluti af handboltamiðstöð þar sem stórlið Füchse Berlín æfir. Staðsetningin var ekki amaleg, enda hluti af Ólympíusvæðinu í Berlín þar sem leikarnir fóru fram 1936 og HM í knattspyrnu árið 2006 svo eitthvað sé nefnt. Leikvangurinn er heimavöllur Hertha Berlin. Ólympíuturninn blasti við okkur frá hótelinu og aðeins nokkur skref í skoðunarferð þangað.


Ekki amalegt útsýni á Ólympíuleikvanginn og turninn

Strákarnir áttu leik við Füchse Berlin II (varalið Füchse sem leikur í 2. deild) um kvöldið og áttu því að taka því rólega fram að leik. Fararstjórnin og Inga Dís fóru í rannsóknarleiðangur til að kanna lestarkerfið og finna vænlega verslunarstaði fyrir morgundaginn. Á lestarstöðinni fengum við aðstoð frá hjálpsamri konu við að kaupa lestarmiða og af því að við vorum fimm saman var upplagt að kaupa dagskort í lestina fyrir lítinn hóp (kleine gruppe). Kortið var síðan stimplað klukkan 15:00 (sem er mjög mikilvæg staðreynd upp á seinni tíma).

Á meðan hluti hópsins gerði vörukönnun hjá H&M sóttu aðrir á önnur mið. Bjarni Bjarnason var í hópi fararstjóranna og rak augun í þennan glæsilega BMW bíl en sleppti því að kaupa vagninn að þessu sinni.


Svartur BMW til sölu hjá umboðinu og hafði Bjarni áhuga á að kaupa gripinn.

Leikurinn við Füchse Berlin var á æfingavelli liðsins. Leikmannahópur Akureyrar var fremur þunnskipaður, Heimir og Gulli Sátu borgaralega klæddir uppi í stúku og spiluðu ekki, Guðmundur Hólmar var ekki orðin leikhæfur eftir meiðslin frá laugardeginum og ýmsir orðnir tæpir. Það var því rætt um að Sævar Árnason yrði í hópnum, enda karlinn í fínu formi. Hann var því settur á nuddbekkinn og Inga Dís gerði hann kláran í átökin.


Inga Dís tók Sævar í gegn og var hann eins og unglamb á eftir

Það varð þó ekkert af því að Sævar færi inná en ungu strákarnir fengu það hlutverk að klára leikinn ásamt Herði Fannari sem var yfirburðaelstur á vellinum.

Dagur Sigurðsson þjálfari aðalliðs Füchse Berlin kom ásamt dóttur sinni til að fylgjast með leiknum.


Dagur Sigurðsson ræðir við Heimi og Gulla sem fylgdust með leiknum úr stúkunni

Það er skemmst frá því að segja að strákarnir stóðust álagið með prýði, sérstaklega fór Geir Guðmundsson á kostum í upphafi leiks og í stöðunni 12-7 fyrir Akureyri hafði Geiri skorað helming markanna, flest með þrumuskotum þannig að Berlínarliðið brá á það ráð að taka hann úr umferð það sem eftir var leiksins.


Höddi og kjúklingarnir stóðu sig vel í leiknum

Í hálfleik var staðan 16 – 11 fyrir Akureyri og strákarnir héldu áfram að auka muninn í seinni hálfleik. Heiðar Þór, Jón Heiðar og Bergvin röðuðu inn mörkum þannig að í lokin var góður sjö marka sigur staðreynd, 35 – 28.

Mörk Akureyrar: Geir Guðmundsson 8, Heiðar Þór Aðalsteinsson 8 (2 víti), Jón Heiðar Sigurðsson 7, Bergvin Gíslason 5 (2 víti), Oddur Gretarsson 4, Hörður Fannar Sigþórsson, Ásgeir Jóhann Kristinson og Jóhann Gunnarsson 1 mark hver.
Sveinbjörn var sterkur að vanda í markinu með rúmlega 10 skot varin en Stefán Guðnason sá að mestu um vörsluna í seinni hálfleik varði 8 skot, þar af eitt vítakast.

Þó að einungis væri um æfingarleik að ræða mættu nokkrir gallharðir stuðningsmenn Füchse á leikinn og skemmtu sér konunglega og sungu barátusöngva fyrir sína menn allan frá upphafi leiks til enda, ótrúlega raddsterkir kappar.


Þessir áhorfendur voru ótrúlega raddsterkir, maður getur ímyndað sér hávaðann í fullri höll

Þar með var leikjum ferðarinnar lokið og kominn tími á að leikmenn og þjálfarar fengju tækifæri til að slaka lítillega á og lyfta sér upp síðasta kvöldið í ferðinni.
Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson