Fréttir  -  Leikir tímabilsins  -  Leikmenn  -  Stjórn  -  Saga og tölfræði  -  Höllin  -  Lagið  -  Myndir  -  Myndbönd  -  Tenglar
  - Úrvalsdeild karla - Senda skilaboð - Vefur KA - Vefur Þór - Fréttaleit
Meistarafl. karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan-Akureyri 28-23
Þri. 4. apr. 2017
Olís deild karla
ÍBV-Akureyri 22-22
Mið. 29. mar. 2017
Olís deild karla
deildin staðan

Ungmennalið karla
Næstu leikir
Nýjustu úrslit
Stjarnan U-Akureyri U 35-30
Fös. 7. apr. 2017
1. deild karla
Akureyri U-KR 34-30
Fös. 31. mar. 2017
1. deild karla
deildin staðan




    Fréttir                       Þú flettir milli frétta með örvalyklunum eða smellir á bláu örvarnar! 

Lokadagur mótsins í Ilsenburg

21. ágúst 2011 - Akureyri handboltafélag skrifar

Þýskaland – dagur 3

Sunnudagurinn hófst eins og laugardagurinn með morgunmat klukkan 8:00 og frábæru veðri. Í dag var leikið um sæti og hófst leikur Akureyrar og HC Kriens-Luzern frá Sviss klukan 11:00. Leikmannahópurinn þynntist frá því í gær því að Guðmundur Hólmar er ekki leikfær eftir meiðslin í gær og Oddur var hálfræfilslegur og lék óvenjulítinn hluta leiksins.

Allt gekk þó vel til að byrja með og jafnt á öllum tölum upp í 5 – 5. En þá tók við kafli sem lítið sem ekkert gekk upp, á meðan Akureyri skoraði fjögur mörk skoruðu Svissararnir sautján mörk og staðan orðin afleit, 9-22.

Það sem eftir lifði leiks hresstist mannskapurinn þó nokkuð og náði að minnka muninn í 10 mörk og hélst sá munur nokkurn veginn til leiksloka en lokatölur urðu 20-31 fyrir Luzern.

Þó voru nokkrir ljósir punktar, Sveinbjörn varði tvö víti, Jóhann Gunnarsson átti flotta innkomu, skoraði tvö, fiskaði tvö víti og barðist af krafti í vörninni. En eins og áður segir þá var liðið hálf vængbrotið en ungu strákarnir fengu að spila mikið í dag og stóðu sig býsna vel miðað við aðstæður.

Mörk Akureyrar: Geir Guðmundsson 4, Oddur Gretarsson 4 (2 úr vítum), Bergvin Gíslason 3, Heimir Örn Árnason 2, Hörður Fannar Sigþórsson 2, Jóhann Gunnarsson 2, Ásgeir Jóhann Kristjánsson, Heiðar Þór Aðalsteinsson og Jón Heiðar Sigurðsson 1 mark hver.
Sveinbjörn varði 9 skot, þar af 2 vítaköst og Stefán Guðnason sem stóð í markinu síðasta korterið varði 2 skot.

Eftir leikinn var síðan fylgst með hinum sætisleikjunum, helsta spennan í hugum Akureyrarhópsins var að fylgjast með gengi helstu keppinauta Odds Gretarssonar um markakóngstitilinn og var klappað fyrir öllum mistökum þeirra. Magdeburg rétt marði Ystad IF og hlaut því 3. sætið. Úrslitaleikur mótsins var síðan á milli Melsungen og Lübbecke og var æsispennandi. Melsungen leiddu lengst af og virtust vera að tryggja sér sigurinn þegar Lübbecke jafnaði á síðustu sekúndu leiksins með marki frá aukamanni sem kom brunandi inn í hægra hornið.
Engin framlenging var heldur gengið beint í vítakeppni þar sem markvörður Lübbecke tryggði þeim sigur með því að verja síðasta vítakastið frá Melsungen mönnum.

Þá var komið að verðlaunaafhendingu en endanleg röð liðanna varð þessi:
1. Lübbecke
2. Melsungen
3. Magdeburg
4. Ystad IF
5. Luzern
6. Akureyri Handboltafélag.

Peningaverðlaun voru fyrir efstu þrjú sætin ásamt bjórbirgðum frá helsta styrktaraðila mótsins Hasseröder.


Lübbecke tekur við sigurlaununum


Silfurlið Melsungen með sín verðlaun


Fyrirliði Magdeburg með bronsverðlaunin

Besti leikmaður mótsins var valinn Daniel Svensson Lübbecke, besti markvörðurinn Jürgen Müller hjá Ystad og síðast en ekki síst var útnefndur markakóngur mótsins Oddur Gretarsson með 28 mörk.


Markakóngurinn Oddur Gretarsson með verðlaunin í fanginu

Eftir verðlaunaafhendinguna var haldið heim á hótel í slökun. Flestir fóru í sund og gufu og nutu sín til hins ítrasta enda öll aðstaðan á hótelinu til fyrirmyndar.


Þeir nutu lífsins eftir sund og gufu þessir höfðingjar

Eftir fataskipti var haldið niður í miðbæ til að finna matsölustað og skiptist hópurinn í tvennt, nokkrir fundu sér pizzustað á meðan meirihlutinn fór á asískan stað og er hægt að fullyrða að menn voru ekki sviknir á magni eða gæðum þar og óhætt að segja að allir hafi farið velmettir þaðan.


Borðið svignaði hjá þessum en þó var súpan búin og eftirrétturinn ekki kominn

Nú fá menn að sofa til klukkan 9:00 í fyrramálið en þá lýkur dvölinni hér í Ilsenburg og haldið til Berlínar klukkan 10:30 þar sem leikið verður við varalið Füsche Berlin.


Allar móttökur hafa verið frábærar hér í Ilsenburg og meðal annarra hefur þessi snillingur aðstoðað okkur á margvíslegan hátt. Ónefndur leikmaður Akureyrar vill meina að hann minni ótrúlega mikið á ónefndan leikmann með AG Kaupmannahöfn

Fletta milli frétta Til baka    Senda á Facebook
Umsjón og hönnun: Stefán Jóhannsson og Ágúst Stefánsson