Riðlakeppninni lauk á föstudag og mótinu lauk síðan á laugardaginn með því að leikið var um sæti. Dagskrá og úrslit leikjanna urðu sem hér segir:
11:00 | Leikur um 5. sæti | ÍR | Stjarnan | 23-25 (16-13) |
12:30 | Leikur um 3. sæti | Akureyri | Afturelding | 25-22 (13-4) |
14:00 | Leikur um 1. sæti | Haukar | Valur | 22-26 (12-14) |
Valur er því sigurvegari mótsins, Haukar í öðru sæti, Akureyri í 3. sæti, Afturelding í 4. sæti, Stjarnan í 5. sæti og ÍR í því sjötta.
Eftirtaldir leikmenn fengu viðurkenningar í mótslok:
Besti markmaður: Hlynur Morthens Val
Besti varnarmaður: Matthías Árni Ingimarsson Haukum
Besti sóknarmaður: Stefán Rafn Sigurmannsson Haukum
Besti leikmaður mótsins: Sturla Ásgeirsson Val sem jafnframt var markahæstur með 30 mörk
Sturla tók síðan við bikarnum sem Valsmenn fengu sem sigurvegarar í Opna Norðlenska 2011
Valsliðið - sigurvegar á Opna Norðlenska 2011
Nýtt dómarapar, Sigurður Þrastarson og Björn Óli Guðmundsson stóðu sig með mikilli prýði um helgina