 Heimir fer fyrir sínum mönnum á miðvikudaginn
| | 24. apríl 2012 - Akureyri handboltafélag skrifar4. leikur Akureyrar og FH á miðvikudaginn
Það er allt undir í leik Akureyrar og FH í Íþróttahöllinni á miðvikudaginn þegar liðin mætast í 4. leik undanúrslitanna. FH er komið í þægilega stöðu í einvíginu en Akureyri má ekkert misstíga sig í leiknum, sigur er það eina sem er í boði, annars er tímabilinu einfaldlega lokið. |